Mikhail Kasayanov var forstætisráðherra Rússlands undir stjórn Pútíns forseta á árunum 2000-2004, en var rekinn. Hann hefur síðan verið mjög gagnrýninn á stjórnarhætti Pútíns.
Kasayanov segir í viðtali við BBC að atburðir helgarinnar hafi veikt mjög stöðu Pútíns og séu upphafið að endinum hjá honum. „Hann er í miklum vandræðum núna,“ segir Kasayanov.
Prigozhin, foringi Wagner málaliðahópsins, lýsti yfir uppreisn gegn rússneskum stjórnvöldum í gærmorgun og málaliðasveitirnar stormuðu inn í Rússland. Seint í gær lýsti Prigozhin því yfir að uppreisninni væri lokið og Wagne-sveitirnar héldu frá Rússlandi. Prigozhin dvelst nú í Belarus í skjóli einræðisherra landsins, Alexander Lukashenko, sem hefur beitt sér fyrir sáttum í deilunni. Lukashenko lýsti því yfir í gær að málaliðarnir yrðu ekki sóttir til saka.
Kasayanov segist telja að Prigozhin muni fara frá Belarus til Afríku og leynast í frumskógunum þar. „Herra Pútín getur ekki fyrirgefið honum þetta,“ segir Kasayanov. Hann segir að málaliðaforinginn hafi með aðgerðum sínum eyðilagt stöðuleika Pútíns og því muni líf hans verða í hættu upp frá þessu.