Flugfélagið PLAY bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Það eina sem þessar tvær manneskjur þurftu að gera til að fá að koma í þessa ferð var að svara nokkrum spurningum um Ísland, vera með gilt vegabréf og geta hoppað upp í flugvél samdægurs og fljúga til Íslands með PLAY til að upplifa margt af því besta sem landið hefur upp á að bjóða.
Tvö ár eru liðin frá allra fyrsta flugi PLAY en sú ferð var farin til London 24. júní árið 2021. Á þeim tíma hefur félagið stækkað úr þremur farþegaþotum árið 2021 í sex farþegaþotur árið 2022 og nú árið 2023 státar félagið af 10 Airbus A320/321 farþegaþotum en floti PLAY er sá yngsti í allri Evrópu. PLAY flýgur til hátt í fjörutíu áfangastaða í ár, þar af fimm í Norður Ameríku en þeir eru Toronto í Kanada og Boston, Baltimore, New York og Washington DC í Bandaríkjunum.
Í tilefni af þessum áfanga, að tvö ár séu liðin frá fyrsta fluginu, var stokkið til Washington DC með tökuteymi til að finna tvær manneskjur á götum höfuðborgar Bandaríkjanna sem gátu svarað laufléttum spurningum um Ísland og voru viljugar til að koma með til Íslands til að fagna afmæli flugfélagsins.
Vegfarendum gekk misvel að svara spurningum og reyndu hvað þeir gátu að komast með í þessa ævintýraför en hér fyrir neðan má sjá myndbandið af því hvernig þetta tókst allt saman til.
Sjá má myndband af þessu hér.