Þetta þýðir einfaldlega að vara sem kostar 100 evrur að meðaltali í ESB-ríkjunum er 59% dýrari hér á landi.
Morgunblaðið skýrði fyrst frá þessu. Þegar niðurstöður úttektarinnar eru skoðaðar á heimasíðu Eurostat sést að við Íslendingar greiðum einnig hátt verð fyrir samgöngur, samskipti, veitingar og gistingu.
Verðlagið í álfunni er lægst í austurhluta hennar og við Miðjarðarhaf. Til dæmis er ódýrasta áfengið og tóbakið í Búlgaríu af ESB-ríkjunum. En dýrast er þetta hjá frændfólki okkar í Noregi en af ESB-ríkjunum tróna Írar á toppnum.
Hér geta verðlagsþreyttir Íslendingar kynnt sér niðurstöðu úttektar Eurostat.