fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Hinrik Ingi sakfelldur fyrir fjárkúgun og líkamsárás en fær vægan dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 14:29

Hinrik Ingi Óskarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinrik Ingi Óskarsson, fyrrverandi keppandi í Crossfit og einkaþjálfari, var þann 13. júní síðastliðinn sakfelldur fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir margvísleg brot, m.a. eignaspjöll og líkamsárás.

Málið var rekið gegn Hinrik Inga  og félaga hans Lárusi Guðmundssyni. Í fyrsta lið ákæru eru báðir ákærðir fyrir fjárkúgun og vopnalagabrot í félagi með því að hafa í október árið 2021 veist að mönnum inni á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi, í því skyni að hafa af þeim fjármuni, dregið fram hníf og sýnt þeim og hótað að drepa þá og fjölskyldur þeirra og brenna húsnæði fyrirtækisins. Fengu þeir mennina til að leggja 200 þúsund krónur inn á reikning Lárusar.

Hinrik Ingi var að auki ákærður fyrir eignaspjöll og umferðarlagabrot, sem og fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Auto í Lækjargötu, í mars árið 2022, en þá veittist hann að manni með ofbeldi, skallaði hann og sló ítrekað í andlitið, m.a. með þeim afleiðingum að brotaþolinn nefbrotnaði.

Við fyrirtöku málsins féll ákæruvaldið frá ákæru um vopnalagabrot.

Hinrik Ingi er margdæmdur maður og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot og frelsissviptinum.

Sjá einnig: Crossfitkappinn Hinrik Ingi dæmdur fyrir margvísleg ofbeldisbrot – Frelsissvipti ungan mann

Bæði Hinrik Ingi og Lárus játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Fram kemur í dómnum að Hinrik Ingi hafi snúið við blaðinu og fært líf sitt til betri vegar.

Hinrik Ingi var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Lárus Guðmundsson var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“