fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Dómur fallinn í alræmdu barnaníðsmáli – Var sakaður um að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni yfir hundrað sinnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 17:30

Frá Barnahúsi. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fimmtudagsaldri var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa brotið ótal sinnum gegn stúlkunni á tímabilinu frá 2016 fram á árið 2019, en stúlkan var 9 til 13 ára á þessu tímabili.

Barbara Björnsdóttir, dómari í málinu, taldi ekki næg sönnunargögn vera fyrir sekt mannsins þrátt fyrir trúverðugan framburð stúlkunnar og sláandi niðurstöðu sálfræðinga Barnahúss um ástand hennar.

Málið var mikið í fréttum fyrr á árinu, ekki síst vegna þess að við rannsókn málsins gerði lögreglan þau mistök að afhenda hinum ákærða síma brotaþolans.

Sjá einnig: Helga lýsir miklum mistökum lögreglu – Afhentu meintum níðingi síma stúlkunnar

DV ræddi við föður stúlkunnar í byrjun árs. Hann var afar ósáttur vegna þessara mistaka lögreglu við rannsókn málsins og sagði: „Staðreyndin er sú að kynferðisbrotadeild lögreglunnar er handónýtt apparat og ég hef sagt þeim það. Það eru komin tvö ár síðan þetta mál var kært til lögreglu og það hefur lítið verið gert. Málið er að þessir níðingar fá vægari dóma af því rannsóknirnar taka alltaf svo langan tíma, en þeir eru hins vegar að gefa þolendum sínum lífstíðardóma því þolendurnir ná sér ekki og þurfa að ganga til sálfræðinga um ókomin ár.“

Sjá einnig: Faðir stígur fram – Sætir nálgunarbanni gegn meintum geranda dóttur sinnar – „Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni

Ákæra héraðssaksóknara var síðan birt manninum um miðjan febrúar. Í ákæru var maðurinn sakaður um kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa á tímabilinu 2016 – 2019, á heimili sínu, misnotað freklega yfirburðastöðu sína gegn stúlkunnni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir, og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung misnotað hana kynferðislega á margvíslegan hátt sem tilgreindur er með ítarlegum hætti í ákærunni. Eru þar mjög grófar lýsingar, en um var að ræða kynmök önnur en samfarir auk þess sem maðurinn var sakaður um að sýna stúlkunn klámefni.

Vitni studdu ásakanir gegn manninum

Í texta dómsins kemur fram að málið kom upp árið 2019 er skóli stúlkunnar hafði samband við foreldra hennar vegna þess að hún hafði komið með áfengi í skólann. Faðir hennar lýsir því að hegðun hennar hefði versnað til muna á þessu tímabili. Í kjölfar þessa atviks greindi stúlkan föður sínum frá meintum brotum stjúpföðurins. Áður hafði hún greint þremur vinkonum sínum frá meintum brotum, en misskýrt. Báru þær allar vitni fyrir dómi auk stúlkunnar sjálfrar, hins ákærða, föður stúlkunnar, móður hennar, sérfræðinga Barnahúss og fleiri aðila.

Hinn ákærði neitaði staðfastlega sök og sagði að aldrei hefði neitt kynferðislegt átt sér stað milli hans og stúlkunnar. Hann sagði raunar að þau hefðu sjaldan verið tvö saman. Móðir stúlkunnar bar fyrir dómi að hún hefði aldrei orðið vör við neitt misjafnt í samskiptum mannsins og dóttur hennar. Hún tók hins vegar ekki undir þau orð hans að þau hefðu verið lítið saman.

Stúlkan sagði að maðurinn hefði misnotað sig að meðaltali einu sinni í viku í um meira en þriggja ára skeið, eða samtals oftar en 100 sinnum.

Dómarinn, Barbara Björnsdóttir, metur framburð stúlkunnar trúverðugan en einnig framburð hins ákærða. Gögn frá Barnahúsi styðja eindregið ásakanir stúlkunnar en það er samt mat dómarans að ekki séu komin fram nægilega sterk sönnunargögn til að sanna sekt mannsins umfram skynsamlegan vafa. Er hann því sýknaður.

Dómurinn er nýfallinn þegar þessi frétt er skrifuð og því liggur ekki fyrir hvort honum verður áfrýjað til Landsréttar. Helga Baldvins Bjargardóttir, réttargæslumaður stúlkunnar, segir hins vegar í samtali við DV:

„Ég trúi ekki öðru en þessu verði áfrýjað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“