fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg felur skjámynd á upptöku af fundi íbúaráðs

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júní 2023 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær þá vakti spjall tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar sem stóð yfir á meðan fundi íbúaráðs Laugardals stóð þann 12. júní síðastliðinn mikla athygli.

Á meðan fundinum stóð áttu Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt sem var viðstaddur fundinn, og Guðný Bára Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Lýðræðis- og mannréttindastofu borgarinnar í samskiptum í gegnum Facebook. Fundurinn var sýndur beint á Youtube-síðu borgarinnar og upptaka af honum var aðgengileg á síðunni þar til í gær.

Eiríkur, sem ritaði fundargerðina, varpaði skjámynd af tölvuskjá sínum á Youtube-síðuna þannig að öll sem horfðu á útsendinguna og upptökuna gátu séð hvað fram fór í tölvu hans á meðan fundinum stóð.

Hann var með á skjá sínum meðal annars fundargerð síðustu funda ráðsins og fyrirspurn um stöðu leikskólamála sem Íbúasamtök Laugardals lögðu fyrir fundinn. Eiríkur virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því að á skjámyndinni af skjánum hans mátti einnig sjá Facebook-spjall hans við Guðnýju.

Í spjallinu lagði Guðný nokkuð fast að Eiríki að hefta eins og mögulegt væri umræðu á fundinum um stöðu leikskólamála í hverfinu. Virtust þau sammála um að best væri að sem mest þögn ríkti um þetta viðfangsefni sem lengi hefur verið til umræðu meðal íbúa Laugardals sem og íbúa annarra hverfa í Reykjavík.

Nánar má lesa um spjall þeirra í frétt DV frá því í gær:

Meinleg tæknimistök á fundi íbúaráðs afhjúpuðu baktjaldamakk starfsmanna Reykjavíkurborgar – „Ótrúleg vanvirðing við foreldra“

Þegar frétt DV var birt í gær var upptakan af fundinum enn aðgengileg á Youtube-síðu borgarinnar. Hún var í kjölfarið fjarlægð af síðunni en hefur nú verið gerð aðgengileg aftur en með þeim breytingum að skjámyndin sem sýndi það sem fram fór á tölvuskjá Eiríks hefur verið hulin með gráum fleti. Þar af leiðandi fá íbúar borgarinnar nú að sjá takmarkaða útgáfu af því sem fram fór á fundinum sem átti að vera öllum opinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt