Eiður Birgisson, kvikmyndaframleiðandi og kærasti athafnakonunnar Manuelu Ósk, fyrrverandi fegurðardrottningar og athafnakonu, óskar eftir aðstoð netverja. Bílnum hans, svörtum Jagúar, var stolið á þriðjudagsnótt fyrir utan bílasölu á Höfða.
Bíllinn er á númerinu ERD32.
Eiður biður þá sem hafa upplýsingar eða verða mögulega varir við bílinn að hafa samband við lögreglu eða hann sjálfan, í gegnum Facebook-síðu hans.