fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Slys í Námaskarði – Barn af skemmtiferðaskipi brenndist í leirnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júní 2023 11:25

Námaskarð Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slys varð á ferðmanni í Námskarði, ekki langt frá Mývatni, á laugardag. Unglingsdrengur sem er farþegi með erlendu skemmtiferðaskipi brenndist þá á fæti en mikill jarðhiti er á svæðinu.

Aðilar sem tengjast málinu hafa óskað nafnleyndar en fyrir liggur að leiðsögumaður kom drengnum til hjálpar rétt eftir brunann. Enginn varð vitni að atvikinu sjálfu en drengurinn náði sambandi við leiðsögumann strax eftir það. Drengurinn taldi sig hafa farið of nálægt jarðhitanum en ekki liggur fyrir hvort hann fór yfir markaða línu. Leiðsögumaðurinn veitti drengnum skyndihjálp á staðnum, síðan var keypt fyrir hann frosið grænmeti til að kæla brunasvæðið og honum var síðan ekið rakleiðis út í skip þar sem læknar hlúðu frekar að honum. Er hann talinn hafa fengið annars stigs bruna eða vægari.

Sannir landvættir sjá um rekstur svæðisins og DV náði sambandi við Þórólf Gunnarsson sem er í forsvari fyrir fyrirtækið. Hann hafði ekki fengið upplýsingar umrætt atvik en sagði að brunaslys á svæðinu skiptu tugum árlega. „Þetta svæði er í grunninn mjög hættulegt. Við vorum að staðfesta kaup á nýju göngustígakerfi til að setja upp þarna, til að ná fólki út úr þessu leirsvæði sem hefur verið til vandræða til áratuga,“ segir Þórólfur.

Þórólfur segir ekki útilokað að hægt sé að brennast á svæðinu án þess að stíga inn fyrir markaðar línur. „En ef fólk fer yfir kaðlamarkanir og merkingar þá pompar það í gegnum leirlagið. Leirsvæðið þarna er síbreytilegt og svæði sem er hættulegt núna getur verið öðruvísi eftir hálfan mánuð. Þetta svæði er í sífelldri hreyfingu og þesss vegna erum við að láta gera þetta göngustígakerfi og það er grundvöllurinn fyrir því hvers vegna gjaldtaka hófst þarna, en markmikið er að taka fólk 100 prósent út úr leirnum sem er á svæðinu.“

„Allir sem eru í ferðaþjónustu þarna í um 200 kílómetra radíus hafa lent í þessum leir, þetta er eins og tyggjó og það hafa verið valin sérstök teppi inn í hótel og bíla til að geta þrifið þennan leir,“ segir Þórólfur ennfremur. Hann segir að það taki um viku að setja upp göngustígakerfið en það sé enn í smíðum og verður ekki sett upp fyrr en það er fullsmíðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni