fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Gífurlega langt gæsluvarðhald hjá sakborningi í Bankastræti Club málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. júní 2023 13:00

Frá þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn sakborninganna í Bankastræti Club málinu hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp í október 2022. Ljóst er að hann mun sitja inni í nær heilt ár samfellt í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu verður í lok september og dómur verður kveðinn upp um fjórum vikum síðar.

Aðalmeðferðin verður ekki í dómsal heldur í veislusal í Gullhömrum í Grafarholti. Ástæðan er umfang málsins en sakborningar eru alls 25. Fyrirtaka verður hins vegar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. júní næstkomandi en þar leggja verjendur sakborninga fram gögn og greinargerðir til varnar þeim í málinu.

Einn sakborninga í málinu, 19 ára piltur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp í nóvember í fyrra. Fyrirsjáanlegt er að hann verður í gæsluvarðhaldi fram í október og situr því inni í nær því heilt ár. Maðurinn verður tvítugur í september. Bankastræti Club málið snýst um heiftarleg átök sem brutust út á samnefndum skemmtistað í nóvember síðastliðnum þegar þangað inn þusti stór hópur manna og veittist að þremur mönnum sem voru þar inni á staðnum. Mennirnir þrír slösuðust í árásinni og gera háar skaðabótakröfur.

Sá sem situr enn í gæsluvarðhaldi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann játar háttsemina sem lýst er í ákæru en neitar því að hafa gerst sekur um manndrápstilraun, játar hins vegar líkamsárás. Hann er sagður hafa veist að öllum þremur mönnunum með hnífi, hafi stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg; stungið annan einu sinni í vinstri síðu og stungið þann þriðja einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri.

Lögmaður mannsins, Ómar R. Valdimarsson, hefur gagnrýnt þetta langa gæsluvarðhald, ekki síst þar sem það er rökstutt með vísun til almannahagsmuna en Ómar segir að skjólstæðingur hans sé ekki hættulegur almenningi.

Ómar segir í samtali við DV að þetta langa gæsluvarðhald sé mjög óheppilegt. „Það er óheppilegt hversu mikið þetta er að dragast og hefði verið betra ef hægt hefði verið að rétta i málinu fyrir sumarfrí dómstóla. Undir er auðvitað rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar og undir því er rétturinn til þess að fá málum sínum lokið með hæfilegum hraða í kerfinu. Sá réttur skiptir mun meira máli þegar einstaklingur er i gæsluvarðhaldi. Á sama tima er skilningur að því að málið er fordæmalaust í íslenskri réttarframkvæmd vegna fjölda sakborninga.“ 

Ómar er þó þakklátur yfirvöldum fyrir tillitssemi í garð skjólstæðings hans varðandi fyrirkomulag gæsluvarðhaldsins en getur ekki úttalað sig nánar um í hverju sú tilitssemi er fólgin:

„Það er ekki hægt að segja annað en að bæði dómstolar og fangelsismálayfirvöld hafa reynt hvað mest þau geta til þess að taka tillit til aðstæðna þessa unga manns, sem er þakkarvert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri