fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Bætt aðgengi að þjónustu TR -stafræn örorkuskírteini

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. júní 2023 10:45

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ og Huld Magnúsdóttir forstjóri TR eru ánægðar að fá stafræna örorkuskírteinið í snjallsíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var opnað fyrir þann möguleika að sækja stafræn örorkuskírteini á Ísland.is og hefur Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ þegar sótt stafræna örorkuskírteinið í snjallsímann sinn, eins og segir í tilkynningu.

„Ég trúi því að stafrænt örorkuskírteini verði til þæginda fyrir okkur öll sem notum snjallsíma og það er mjög ánægjulegt að þetta skref hafi nú verið tekið af TR,“ segir Þuríður.

„Bætt aðgengi að þjónustu er okkur hjá TR hugleikið,“ sagði Huld Magnúsdóttir forstjóri TR og bætti því við að með því að hafa örorkuskírteinið í símanum væri það ávallt við hendina og þægilegt að framvísa því. „Það er von okkar að þessi nýbreytni komi sér vel fyrir viðskiptavini okkar.“

Gott samstarf TR og Stafræns Íslands

Hingað til hefur verið hægt að nálgast örorkuskírteinin á Mínum síðum TR og panta plastkort, en nú er einnig hægt að nálgast skírteinið stafrænt á Ísland.is.  „Við hjá Stafrænu Íslandi erum í miklu og góðu samstarfi við Tryggingastofnun. Stafrænt örorkuskírteini er aðeins eitt af fjölmörgum verkefnum sem eru í vinnslu en við vonumst til að það einfaldi líf þeirra sem stofnunin þjónar og vinnu starfsfólksins,“ sagði Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.

Ýmis konar afslættir

Þau sem eru með 75% örorkumat eiga rétt á örorkuskírteinum og er gildistími kortanna sá sami og örorkumatsins. Örorkuskírteinin eru ekki ígildi persónuskilríkja en veita handhöfum þeirra ýmis konar afslætti hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. Hér má sjá yfirlit á vef ÖBÍ yfir þessa aðila.  

Um 600 plast örorkuskírteini hafa verið gefin út að meðaltali í hverjum mánuði frá því í ágúst á síðasta ári og því er ljóst að þessi nýjung á eftir að gagnast mörgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú