fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Ástríður sveik þrjár milljónir út úr manni: „Hún er sennilega að ljúga að sjálfri sér og finnst hún ekki hafa gert neitt rangt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. júní 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem vill ekki láta nafn síns getið ræddi við DV og greindi frá fjársvikum sem hann segir grunnskólakennarann Ástríði Kristínu Bjarnadóttur hafa beitt sig. Maðurinn er 46 ára gamall, einhleypur. Hann er duglegur til vinnu og í þokkalegri fjárhagsstöðu, ágætlega greindur og skýr viðmælandi. Engu að síður glaptist hann til að láta smám saman stórfé af hendi til þessarar konu. „Þetta var eitthvað sem vatt upp á sig, snjóbolti sem fór að rúlla,“ segir maðurinn en að hans sögn er það stærra verkefni að ná sér andlega en fjárhagslega eftir þessi svik.

DV hefur undanfarna daga fjallað um meint stórfelld fjársvik Ástríðar, sem er nýorðin fertug. Mál hennar komst í hámæli eftir að birtir voru gæsluvarðhaldskúrskurðir Landsréttar og héraðsdóms yfir henni. Hún hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. júní á meðan rannsókn stendur yfir á meintum fjársvikum hennar. Ástæða gæsluvarðhaldsins er sú að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að Ástríður haldi áfram að brjóta af sér ef hún gengur laus.

Málin sem eru til rannsóknar varða meint svik gegn 11 karlmönnum upp á samtals 25 milljónir króna. Hins vegar er Ástríður grunuð um miklu meiri fjársvik, allt frá árinu 2016, en hátt í fjögur hundruð karlmenn hafa lagt inn meira 200 milljónir á reikninga hennar. Ástríður er talin þjást af spilasýki á háu stigi og talin hafa tapað öllu því fé sem hún er sögð hafa svikið út.

Sjá einnig: Sviðin jörð fjársvikarans í Kópavogi – Safnaði fyrir jarðarför sprelllifandi móður sinnar

Eins og aðrir, jafnvel vel flestir þolendur meintra fjársvika Ástríðar, kynntist þessi maður henni á stefnumótAvefnum Einkamál, í sumarlok í fyrra. „Þetta voru rúmar þrjár milljónir sem hún náði. Hún er alveg rosalega lagin við að koma með alls konar lygar og afsakanir. Þetta vatt upp á sig. Hún lofaði og lofaði og svo gerðist ekkert,“ segir maðurinn sem gafst upp eftir lygar og svik í einn og hálfan mánuð.

Ástríður fékk samtals um eina og hálfa milljón króna í lán beint frá manninum. Auk þess stofnaði hún í hans nafni þrjá reikninga í Íslandsbanka og tók þar yfirdráttarlán upp á samtals um eina og hálfa milljón. Að sögn mannsins þarf hann ekki að greiða bankanum þann yfirdrátt en Íslandsbanki hefur lokað þessum reikningum.

„Hún fór eiginlega strax að biðja um lán þegar við byrjuðum að spjalla saman. Sirka 15-20 þúsund kall í einu. Auðvitað var það glapræði af mér að leggja inn á manneskju sem ég vissi engin deili á en þetta virtist alveg meinlaust fyrst. Svo bara einhvern veginn fór snjóboltinn að rúlla og vatt upp á sig.

Sjá einnig: Spilasjúka konan sem situr í gæsluvarðhaldi kennir í grunnskóla í Kópavogi – Móðir þolanda segir hann hafa verið í sjálfsvígshættu

Maðurinn segir að hann og Ástríður hafi aldrei hist, þau hafi fyrst og fremst rætt saman í textaskiLaboðum en einnig hafi hann talað nokkrum sinnum við hana í síma. Símtölin hafi líklega ýtt undir trúgirni hans en hann viðurkennir að Ástríður hafi verið samræðufélagi. „Hún var alltaf mjög kammó og fékk mann alveg til að treysta sér.“

Maðurinn segist síðan hafa kært Ástríði til lögreglunnar í Hafnarfirði en þar hafi honum verið tjáð að ekkert væri hægt að gera. „Samt lét ég þá fá öll gögn og þeir voru með símann hennar. Síðan hefur málið greinilega ratað inn í rannsóknina því sá sem er yfir henni hringdi í mig fyrir nokkrum vikum.“

Maðurinn býr einn og er algjörlega fjárhagslega sjálfstæður og þarf ekki að standa neinum reikningsskil vegna þessara mistaka. Hann segir að foreldrar hans og systkini hafi stutt hann mjög mikið í þessum hremmingum. „Ég á góða að, það er óhætt að segja. Pabbi og mamma skömmuðu mig samt fyrir að hafa látið glepjast svona en  líklega hefði ég gert það sama í þeirra sporum.“

Allur tilfinningaskalinn

Aðspurður um hvernig honum hafi liðið út af þessu segir maðurinn: „Mér hefur liðið mjög illa og það hefur bara verið allur tilfinningaskalinn. Ég hef glímt við þunglyndi í mörg ár og þetta var ekki til að laga það. Ég verð að segja að þar hefur mér farið aftur út af þessu máli.“ Aðspurður segist hann ekki hafa leitað til sálfræðings vegna málsins. „Það sem ég gerði var kannski það að ég bældi þetta niður, hætti að hugsa um það, en ég hef verið svolítið heppinn undanfarið, ég hef fengið endurgreiðslur frá tryggingunum og hef náð að selja hluti sem ég hef átt lengi og voru orðnir fyrir mér.“ Hefur maðurinn því náð með útsjónarsemi að vinna upp hluta af fjárhagslega tapinu sem sviksemi Ástríðar olli honum.

Hann segist hafa upplifað mikla skömm vegna málsins og um tíma mikla reiði í garð Ástríðar. „Ég var mjög reiður út í hana en er það ekki lengur. Ég var það reiður um tíma að ef ég hefði hitt hana þá hefði eitthvað mjög slæmt gerst, eigum við ekki bara að orða það þannig. Ég finn ekki mikið fyrir reiði í dag og er bara að reyna að halda áfram. Ég geri mér engar vonir um að fá krónu af þessu til baka, þetta er tapað,“ segir hann, en eins og áður sagði þá er hann að reyna að vinna upp fjárhagslega tapið með ýmsum leiðum. Hann hefur meiri áhyggjur af andlega skaðanum vegna þessara hremminga en þeim fjárhagslega, en er samt vongóður um að honum takist að komast heill í gegnum þetta, enda nýtur hann sem fyrr segir stuðnings foreldra og systkina. „Ég á virkilega góða að, sem betur fer.“

Siðblind manneskja

Maðurinn álítur að Ástríður sé fullkomlega siðblind manneskja og sjái ekkert eftir gjörðum sínum. „Ég held að þessi manneskja sé algjörlega siðlaus, að henni sé alveg sama. Hún er sennilega að ljúga að sjálfri sér og finnst hún ekki hafa gert neitt rangt. Þannig hefur þetta sjálfsagt verið hjá henni í mörg ár. Hún er sennilega ekki í neinum tengslum við veruleikann, það er það sem ég held.“

Segist maðurinn vera afar feginn því að Ástríður sé í gæsluvarðhaldi, mál hennar til rannsóknar hjá lögreglu og að fjölmiðlar fjalli um mál hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar