fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sýknaður þrátt fyrir alvarlegar hótanir á Facebook – „Ef ég hitti A mun ég skjóta hana í hausinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. júní síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir manni sem ákærður var fyrir hótanir í garð konu. Hótanirnar voru í formi færslna á Facebook-síðu mannsins. Ákært var fyrir eftirfarandi ummæli þar:

„Ég segi það aftur ég hata A!“. „Það er kominn tími að þetta úrhrak mæti mér og
taki afleyingunum!“

„Ef ég hitti A mun ég skjóta hana í hausinn, […]“.

„Ef ég hefði byssuleyfi til að skjóta þá sem hættu ber af þá fengi
A fyrstu kúluna“.

Maðurinn játaði að hafa skrifað þessar hótanir en sagðist hafa gert það í ölæði og síðan tekið færslurnar út eftir nokkrar klukkustundir. Færslurnar hefðu ekki verið ætlaðar konunni til aflestrar, voru þetta ekki opnar færslur og auk þess höfðu konan og maðurinn lokað á hvort annað á Facebook.

Í dómsniðurstöðu segir: „Ákærði neitar sök. Varnir hans hverfast í aðalatriðum um það að engin alvara hafi verið að baki téðum færslum, hann hafi engan ásetning haft til hótana né heldur að téðar færslur bærust til brotaþola.“ Dómari segir að ummælin hafi verið mjög alvarleg og í sjálfu sér refsiverð en tekur tillit til takmarkaðrar útbreiðslu þeirra: „Samkvæmt 18. gr. sömu laga er ásetningur áskilinn sem saknæmisskilyrði fyrir hótunarbroti. Ásetningur þarf meðal annars að taka til þess að setja fram hótun og
til vitneskju um að hún sé tekin alvarlega. Þá er miðað við að hótun geti verið sett fram gagnvart þriðja aðila ef ásetningur geranda stendur til þess að þriðji maður komi hótuninni áleiðis til hins eiginlega hótunarþola.“

Útilokun fólksins hvort á öðru á Facebook er lykilatriði í niðurstöðu dómsins sem kemst að þeirri niðurstöðu að útbreiðsla ummælanna hafi verið svo takmörkuð að þau geti ekki talist hótunarbrot í skilningi laganna. Er sannað að konan fékk vitneskju um skrif mannsins í gegnum þriðja aðila.

Maðurinn var því sýknaður af ákærunni en dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar