fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fréttir

Spilasjúka konan mætti grátandi til kennslu – Undrast að Ástríður hafi haldið starfi sem kennari

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gífurlega umfangsmikil fjársvik gagnvart ótalmörgum karlmönnum, heitir Ástríður Kristín Bjarnadóttir og er fertug að aldri. Fréttir af meintum fjársvikum hennar birtust fyrst árið 2016. Hún var handtekin og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna gruns um fjársvik í febrúar á þessu ári en í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni kemur fram að sú handtaka hafi ekki leitt til þess að hún sæi að sér heldur hafi hún framið fjölmörg fjársvik síðan þá. Þess vegna krafðist lögreglustjóri gæsluvarðhalds yfir Ástríði.

Sjá einnig: Sviðin jörð fjársvikarans í Kópavogi – Safnaði fyrir jarðarför sprelllifandi móður sinnar

Í umfjöllun DV um meint svik Ástríðar í gær kom í ljós ákveðið mynstur hennar við brotin. Hún hefur komist í kynni við karlmenn í gegnum stefnumótavefinn Einkamál og fengið þá til að lána sér fjármuni sem hún hefur ekki greitt til baka. Sumir þolendur hennar eru þroskaskertir og hefur henni tekist að komast inn á reikninga þeirra og stofna til lána í nafni þeirra, m.a. yfirdráttarlána. Einnig hefur hún stofnað reikninga í nafni þolenda sinna og stofnað til skulda í nafni þeirra. Sem dæmi þá er Ástríður sökuð um að hafa svikið 1,4 milljónir króna út úr þroskaskertum manni, en DV ræddi við móður mannsins í gær:

Sjá einnig: Spilasjúka konan sem situr í gæsluvarðhaldi kennir í grunnskóla í Kópavogi – Móðir þolanda segir hann hafa verið í sjálfsvígshættu

Rannsókn lögreglu á Ástríði varðaði  25 milljóna króna svik út úr samtals 11 karlmönnum. Hins vegar leiddi rannsókn lögreglu á bankagögnum í ljós málið var mun umfangsmeira en áður var talið og að hátt í 400 karlmenn hafi  lagt inn á reikninga hennar yfir 200 milljónir króna á síðustu árum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði að Ástríður er haldin spilafíkn á háu stigi.

„Barnið mitt fékk ekki kennslu allan veturinn“

Ástríður starfaði sem leiðbeinandi í Kópavogsskóla er hún var handtekin en áður hafði hún starfað sem umsjónarkennari í Lindaskóla. Er hún enn á skrá þar á vefsvæði skólans. Hún hefur kennt í fjölmörgum skólum. Móðir skólabarns hafði samband við DV og greindi frá því að hún hefði undrast að Ástríður héldi starfi sem kennari og hún væri reið yfir því að hún hefði fengið að starfa við kennslu nánast fram á þennan dag.

Barn þessarar konu hafði Ástríði sem kennara í kringum 2015-2016, eða skömmu áður en meint fjársvik hennar rötuðu fyrst í fréttir.  „Hún var að kenna við Álftanesskóla og barnið mitt fékk ekki kennslu allan veturinn því hún var aldrei við. Ég gerði oft athugasemd við þetta við skólann sem gerði loks samning við hana um að hætta um vorið, mánuði áður en skólanum lauk,“ segir konan.

Framganga Ástríðar í starfi vakti barni konunnar vanlíðan: „Barnið mitt sagði mér nokkrum sinnum frá því að hún væri að gráta þegar hún mætti og barnið hélt að það væri vegna þess að þau krakkarnir væru svo óþekk og barninu leið illa yfir því. Þau voru 8 ára þegar þetta var.“

Konan segir ennfremur: „Ég bara skil ekki að fólk sem vinnur með börnum þurfi ekki meðmæli og geti flakkað á milli skóla.“

Í umfjöllun DV um feril Ástríðar árið 2016 kom meðal annars fram að þegar hún var við störf í Álftanesskóla hafi hún sent vinabeiðnir á samfélagsmiðlum á foreldra nemenda sinna og í framhaldinu farið að óska eftir lánum. Hún kláraði skólaárið en var síðan sagt upp störfum.

„Vona að fórnarlömb hennar fái aðstoð“

Fyrrverandi skólasystir Ástríðar segist hafa heyrt slæmar sögur af framgöngu hennar við kennslu. „Ég átti erfitt með að skilja hvernig hún héldist í vinnu og fengi stöðugt áframhaldandi ráðningar og ég varð verulega hrygg við að frétta að hún hefði verið að kenna í Kópavogi undanfarin ár, barnanna vegna. Ég velti fyrir mér hvort skólastjórnendur kanni ekki meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum. Hvort þau meðmæli hafi þá verið glimrandi. Kom þar ekkert athugavert fram um samskipti hennar við nemendur, foreldra og samstarfsfólk?“

Konan segir Ástríði oft hafa sent sér beiðnir um peningalán: „Ég neitaði ávallt að lána henni, hún er og var barnlaus. Ég var líka meðvituð um að foreldrar hennar myndu alltaf styðja hana varðandi matarinnkaup, skólabækur, skólagjöld og þess háttar. Þessar lánabeiðnir komu mér gríðarlega á óvart því þetta var algjörlega úr takti við það sem maður hafði þekkt hana af en svo fór maður að heyra frá fleirum sem voru að fá þessar endalausu lánabeiðnir.“

Konan segir sárt að lesa um þá slóð fjársvika sem Ástríður virðist hafa skilið eftir sig:  „Ég vona að fórnarlömb hennar fái aðstoð við að koma fram og fái jafnframt aðstoð til að vinna úr þessu en maður getur rétt ímyndað sér hversu mikla skömm þeir þurfa að klást við og sýnir sig skýrt út frá hversu umfangsmikið málið virðist vera. Jafnframt vonar maður að hún fái viðeigandi aðstoð því ég tel að siðleysið sé slíkt að það stoppi hana ekkert eins og staðan er núna og það komist ekkert annað að en að fá peninga til að spila fyrir.“

Sem fyrr segir hefur Ástríður verið úrskurðuð í gæsluvarðhald út mánuðinn vegna hættu á að hún haldi áfram að brjóta af sér ef hún gengur laus. Búast má við að gæsluvarðhaldið verði framlengt ef rannsókn verður þá ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“
Fréttir
Í gær

Þýskur sérfræðingur segir að breytingar á hafstraumum gætu orðið katastrófa fyrir Ísland

Þýskur sérfræðingur segir að breytingar á hafstraumum gætu orðið katastrófa fyrir Ísland
Fréttir
Í gær

Ingólfur ánægður með sátt og afsökunarbeiðni frá baráttukonu – „Frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér“

Ingólfur ánægður með sátt og afsökunarbeiðni frá baráttukonu – „Frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Fólk hneykslað á leiguverði blokkaríbúðar: Eigandinn segir stöðuna ömurlega og ætlar að flytja frá Íslandi

Fólk hneykslað á leiguverði blokkaríbúðar: Eigandinn segir stöðuna ömurlega og ætlar að flytja frá Íslandi