fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Vilja Betra líf út – Framkvæmdir Arnars leyfislausar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2023 13:00

Arnar Gunnar Hjálmtýsson. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnar Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Betra líf, og eigandi húsnæðis að Vatnagörðum 18 í Reykjavík, hefur hafið framkvæmdir við húsnæðið. Er það í trássi við vilja og samþykki annarra eigenda að Vatnagörðum 16-18, en húsin eru samtengd.

Eigendur Vatnagarða 16-18 og Vatnagarða 20 (að undanskildum eiganda eignarhluta Betra lífs, Efstasund 66 ehf.) hafa ráðið Ívar Pálsson hæstaréttarlögmann hjá Landslögum til að gæta hagsmuna sinna. 

„Það eru bún­ar að vera fram­kvæmd­ir í Vatna­görðum 18 þrátt fyr­ir að eng­in leyfi hafi verið gef­in út fyr­ir breyt­ing­um eða rekstri áfanga­heim­il­is á þessu svæði,“ seg­ir Ívar í samtali við Morgunblaðið í dag.

DV fjallaði ítarlega um starfsemi Betra lífs 25. febrúar. Stórbruni varð í húsnæðinu í Vatnagörðum 17. fe­brú­ar og fimm íbú­ar voru flutt­ir á slysa­deild. 27 bjuggu í húsnæðinu þegar bruninn varð, en viku fyrir brunann var húsnæðið tekið út af slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og voru gerðar fjölmargar athugasemdir við húsnæðið.

Sjá einnig: Brostnar vonir Betra lífs – Arnar ætlar að halda rekstri áfram eftir brunann þrátt fyrir mikla gagnrýni

Arnar fullyrti þá við fjölmiðla að eldvarnir væru í góðu lagi, í samtali við DV 25. febrúar um gagnrýni íbúa hvað varðar brunavarnir sagði hann : „Það er ekki á rökum reist. Ég held að fyrrum íbúar þekki ekkert um brunavarnir.“

Varðandi að slökkviliðið hafi tekið húsnæðið út viku fyrir brunann sagði hann: „Þetta eru 12 liðir sem þeir setja þarna út og þeir eru að biðja um úrbætur á hlutum sem þeim fannst mega betur fara. Þetta er engin svört skýrsla, enginn áfellisdómur.“

Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Heimildina að slökkviliðið hafi farið í skoðun í húsnæðið viku fyrir brunann. Vegna þess að ekki hafi verið komin niðurstaða í málið hafi slökkviliðið ekki haft samband við eiganda vegna mögulegra aðgerða. „Þetta var allt í eðlilegu ferli en í millitíðinni kviknar í.“

Samskipti milli eigenda ekki góð 

Ívar seg­ir í samtali við Morgunblaðið að samskipti annarra eigenda húsnæðisins í Vatnagörðum 16-18 og Betra lífs hafi ekki verið góð. Húsnæðið sé ekki hannað til íbúðar, til lengri eða skemmri tíma, log ekki sé hægt að tryggja öryggi íbúa. Ekki liggur fyrir heim­ild bygg­inga­full­trúa til að halda starfsemi Betra líf áfram og deili- og aðalskipulag geri ekki ráð fyrir rekstri gistingar í húsnæðinu.

Í bréfi dagsettu 21. mars, sem Ívar sendi til byggingafulltrúa, borgarstjóra,VÍS og heilbrigðiseftirlits, er skorað á borgina og slökkviliðið að tryggja að ólögmæt starfsemi Betra lífs verði ekki hafin á ný, enda engin heimild fyrir slíkum rekstri í deiliskipulagi. Farið er fram á að eftirlit verði haft með því að endurbætur á húsnæðinu miði ekki að uppbyggingu áfangaheimilisins og muni eigendur téðra húseigna ekki sitja aðgerðalausir undir því. 

Í svarbréfi byggingafulltrúa kemur fram að engin umsókn liggur fyrir af hálfu Arnars um breytingar. Haft hafi verið samband við hann og honum tjáð að hann þyrfti að stöðvar framkvæmdir strax vegna skorts á tilskyldu leyfi.  Í svari byggingafulltrúa segir að fylgst verði með að staðið sé við að stöðva framkvæmdir. 

Framkvæmdir eru þó enn í fullum gangi af hálfu Arnars. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“