fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Spilasjúka konan sem situr í gæsluvarðhaldi kennir í grunnskóla í Kópavogi – Móðir þolanda segir hann hafa verið í sjálfsvígshættu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um gífurlega umfangsmikil fjársvik gegn hundruðum manna, er nýorðin fertug. Hún gegndi stöðu leiðbeinanda við grunnskóla í Kópavogi allt þar til hún var handtekin vegna rannsóknar málsins, áður hefur hún verið umsjónarkennari bekkjar og hefur hún kennt við nokkra skóla í Kópavogi.

Sjá einnig: Hátt í 400 íslenskir karlmenn hafa lagt yfir 200 milljónir inn á bankareikninga spilasjúkrar konu

Móðir meints þolanda svika konunnar segir hann hafa verið í sjálfsvígshættu eftir brotin. Konan sveik út úr honum fé tveimur dögum eftir að faðir hans lést. „Ég hata þessa konu,“ segir móðir mannsins og viðurkennir hún að reiðin sjóði á henni eftir lestur fréttar DV í dag um málið.

„Hún fann hann á Einkamál, hún var eitthvað að biðja hann um peningalán. Tveimur dögum eftir að sonur minn missir pabba sinn fer hún inn á reikningana hans og millifærir, tekur út 250 þúsund krónur fyrsta daginn,“ segir hún, en brotin áttu sér stað í júní árið 2021. Varðandi það hvernig spilasjúka konan hafði aðgang að reikningum sonar hennar, svarar konan: „Ef ég skil þetta rétt þá biður hún hann um lán, svo segir hún það kemur ekki, er eitthvað bilað hjá þér, má ég prófa, og þá veitti hann henni aðgang. Núna er hann með yfirdrátt í Íslandsbanka, eitthvert app-lán, hann með AUR lán líka.“

Segir konan að samtals nemi fjársvikin gagnvart syni hennar a.m.k. 1,4 milljónum króna. Hún segist vita um tvo aðra menn sem hafi mátt þola svik af hálfu konunnar en þeir hafi greitt inn á reikning sonar hennar og svikarinn hafi síðan millifært þær upphæðir á eigin reikninga. Annar maðurinn lagði inn tæpar tvær milljónir og hinn um 11 hundruð þúsund.

Konan segir að sonur hennar sé þroskaskertur og það hafi svikakvendið nýtt sér í fjársvikum sínum. Hún segir konuna fullkomlega siðblinda og segir eftirfarandi stutta sögu til dæmis um það:

„Ég fór heim til pabba hennar, sem er sjúklingur, og hún var þar hjá honum. Hún er svo snarsiðblind að hún var mest móðguð yfir því að ég skyldi ekki sýna henni virðingu. Ég ætti að tala fallega við hana, kurteislega, heyrirðu hvernig hún talar við mig, sagði hún við föður sinn.“

Gagnrýnir lögreglu

Konan segir að lögreglumenn hafi hæðst að minnst tveimur þolendum konunnar þegar þeir tilkynntu fjársvikin. „Ég held að þetta fólk ætti eitthvað að rifja upp fræðin sín,“ segir hún reiðilega en lögreglumenn hafi m.a. átalið kærendur fyrir að vera auðtrúa.

Hún segir að sumir sem lendi í þessum svikum séu í sjálfsvígshættu vegna þess að skömmin sé svo mikil. „Mér er alveg sama þó að hún verði nafngreind, sonur minn var í sjálfsvígshættu út af henni, skömmin var svo mikil.“

Segist hún ekki efast um að fleiri sem hafi lent í konunni séu í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk fer að skammast sín svo mikið yfir að hafa látið blekkjast og því finnst það vera fyrir og öllum til ama.“

Konan segist vona að svikakvendið meinta sitji sem lengst í fangelsi. „Ég vona að þeir framlengi gæsluvarðhaldið út í hið óendanlega og hendi lyklinum. Hún nefnilega stoppar ekki. Hún er líka með óflekkað mannorð því hún hefur aldrei verið sakfelld fyrir neitt og getur því gengið inn í hvaða skóla sem er og fengið vinnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum