fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Margrét ósátt við Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu – „Veikur einstaklingur hefur hótað mér lífláti í að verða eitt ár“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 13:00

Margrét Friðriksdóttir með lögmanni sínum, Arnari Þóri Jónssyni við aðalmeðferð máls þar sem hún var sökuð um hótanir í garð Semu Erlu. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri fréttin.is, er afar ósátt við lögregluyfirvöld eftir að kæra hennar gegn manni sem hún segir hafa ofsótt sig var fellt niður.

Að sögn Margrétar hefur veikur einstaklingur ofsótt hana á internetinu og hótaði henni lífláti í tæpt ár. Hann hefur einnig hótað öllum viðskiptavinum og auglýsendum Margrétar lífláti. Margrét tjáir sig um þetta á Facebook-síðu sinni.

„Lögreglunni fannst þetta ekki líklegt til sakfellingar, en héldu mér með réttarstöðu sakbornings á fimmta ár fyrir að reiðast fólki sem var ógnandi og að áreita mig á poolstofu þar sem ég var að hafa gaman með vini mínum,“ segir Margrét og rifjar upp dómsmál frá því fyrr á árinu þar sem hún var sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2018.

Sjá einnig: Margrét sakfelld fyrir líflátshótun

„Það er nokkuð ljóst að lögreglan fer í manngreinarálit og mismunar fólki eftir þjóðfelagsstöðu og hugsanlega skoðunum, það á að refsa mér fyrir að standa á minni sannfæringu og jafnvel vera hugrökk fyrir að segja það sem mörgum býr í brjósti, það eru skilaboðin,“ segir Margrét ennfremur um þessa niðurstöðu, en í bréfi lögreglustjórans til hennar segir:

„Það sem fram hefur komið við rannsókn málsins þykir ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis, sbr. nefnda 145 gr. Málið er því fellt niður.“

Lagagreinin sem lögreglustjóri vísar í, 145. grein laga um meðferð sakamála, er eftirfarandi:

„Þegar ákærandi hefur fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið athugar hann hvort sækja skuli sakborning til sakar eða ekki. Ef hann telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis lætur hann við svo búið standa en ella höfðar hann mál á hendur sakborningi skv. 152. gr., sbr. þó 146. gr.“

Hér má sjá brot úr tölvupósti sem maðurinn, sem Margrét sakar um ofsóknir, sendi á veitingastað í Kringlunni:

„Hann er líka búinn að herja á alla viðskiptavini og bera upp á mig allskonar bull,“ segir Margrét um framferði mannsins, í samtali við DV. Hún segir ennfremur: „Ég mun að sjálfsögðu kæra þessa ákvörðun til ríkissaksóknara og fara lengra með þetta mál.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi