Dómur var kveðinn upp þann 1. júní síðastliðinn, við Héraðsdóm Norðurlands eystra, yfir manni sem hafði í frammi mjög ógnvekjandi tilburði á Glerártorgi í september árið 2022.
Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa sveiflaði hnífi inni á veitingastaðnum Verksmiðjan á Glerártorgi og hótað þar manni líkamsmeiðingum með hnífnum. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað hótað lögreglumönnum líkamsmeiðingum og lífláti.
Var maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum og almennum hegningarlögum og fyrir brot gegn valdstjórninni.
Hann játaði brotin fyrir dómi en í dómnum kemur fram að maðurinn hafi farið í áfengismeðferð skömmu eftir atvikið. Ligga fyrir vottorð um að hann hafi sinnt endurhæfingu vel. Virðist maðurinn því vera edrú í dag.
Af þessum ástæðum er dómurinn vægur og var maðurinn dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða verjanda sínum rúmlega 360 þúsund krónur í málsvarnarlaun.