fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ingi dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun – Sagði 16 ára dóttur æskuvinar síns hafa gefið merki um að vilja kynlíf

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Valur Davíðsson, 39 ára gamall, var um miðjan maí dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Norðurlands-eystra fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. 

Brotið átti sér stað í október árið 2021 á heimili Inga Vals í eftirpartýi þegar stúlkan var 16 ára gömul og hann  37 ára. Fyrir dómi bar hann það fyrir sig að stúlkan hefði gefið honum merki um að hún vildi stunda með honum kynlíf.

Í dóminum kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Þannig hafi hann sem dæmi verið á heimilinu nær daglega heilt sumar að hjálpa til við endurbætur á heimilinu. Fyrir dómi sagði stúlkan Inga Val vera besta vin stjúppabba hennar, mann og fjölskylduvin sem hún hefði þekkt frá barnsaldri.

Ber ekki saman um atvikið

Kvöldið sem nauðgunin átti sér stað var stúlkan að vinna á bar við að tína saman glös. Ingi Valur var á barnum ásamt nokkrum vinum sínum.  Hafi stúlkan og hann síðan, ásamt fimm öðrum einstaklingum, farið heim til hans í eftirpartý um klukkan eitt um nóttina.

Fyrir dómi sagði stúlkan Inga Val hafa beðið hana að koma með sér inn í herbergi til að ræða málin, þar hafi þau sest niður á rúm, hann síðan farið fram að sögn til að ná í bjór, en síðan hafi hann komið inn aftur án bjórs og læst herberginu. Hafi hann síðan farið að ræða um hversu oft hann hafi hugsað um í hvernig innanundirfötum hún væri, hvað hann langaði til að gera og hvað hann langaði mikið að sofa hjá henni. 

Brotaþoli sagðist ítrekað hafa sagt nei, það hafi ekki komið til greina að eitthvað yrði milli þeirra, gerandi væri besti vinur stjúppabba hennar og miklu eldri en hún. Brotaþoli segir geranda hafa sagt að hann vissi að hún vildi þetta, farið að snerta hana og farið með hönd upp læri hennar. Hún hafi frosið og hann klætt þau bæði úr buxum og haft við hana kynmök. 

Brotaþoli segist hafa reynt að öskra en ekki getað það. Hún hafi síðan ýtt geranda af sér, klætt sig og farið. Hann hafi komið á eftir henni, beðinn hana um að leyfa sér að klára og einnig sagt að hún mætti aldrei segja pabba sínum frá þessu, það myndi skemma vinasamband þeirra, auk þess sem gerandi ætti börn sem hann fengi til sín aðra hverja helgi.

Sagði stúlkuna hafa hangið utan í sér

Í dóminum kemur fram að Ingi Valur lýsir aðdraganda brotsins með öðrum hætti og segir hann stúlkuna hafa hangið utan í sér allt kvöldið, gefið sér áfengi og elt hópinn í partýið heim til hans. Þegar heim til hans var komið hafi stúlkan fengið hann með sér inn í herbergi og samtal þeirra þar hafi leiðst út í hvort þau ættu ekki að sofa saman og segir hann stúlkuna hafa verið til í það, hún hafi klætt sig úr buxum og nærfötum, lagst á bakið upp í rúm og þau haft samfarir. Samviskan hafi þó truflað hann og hann hætt eftir nokkrar mínútur án þess að hafa sáðlát. Stúlkan hafi klætt sig, hann klætt sig í buxur og fylgt henni til dyra. Sagði hann stúlkuna aldrei hafa gefið til kynna að hún vildi þetta ekki og hvorki öskrað né reynt að öskra. Hún hafi kysst hann allan tímann á meðan þessu stóð.

Aðspurður um ítrekuð ummæli hans, um að brotaþoli hafi hangið í honum eða sótt í hann, svaraði ákærði að miðað við hvernig brotaþoli hafi hangið utan í honum og elt þau heim í partíið hafi hún verið að gefa frá sér merki. Aðspurður um hvernig merki svaraði hann: „Bara að hún sé skilurðu… hvað hún vilji, sem er að stunda kynlíf“. Þau hafi þó ekki rætt það fyrr en þau komu inn í herbergið.

Daginn eftir hafi stjúpfaðir stúlkunnar hringt í dag og spurt hvort þau hefðu sofið saman. Hann hefði neitað því þar sem honum fannst ekki auðvelt að viðurkenna fyrir besta vini sínum að hafa sofið hjá dóttur hans.

Ein til frásagnar um atvikið

Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilt að Ingi Valur og stúlkan hafi farið saman inn í herbergi umrætt kvöld og hann haft þar samræði við stúlkuna. Þau séu ein til frásagnar um hvað gerðist í herberginu og því standi orð gegn orði um hvort samþykki stúlkunnar hafi verið fyrir hendi. Hvíli niðurstaða því einkum á mati á trúverðugleika þeirra. Segir að framburður stúlkunnar hafi að langmestu leyti verið á sama veg hjá lögreglu og fyrir dómi. Framburður vitna styðji einnig frásögn hennar.  

Framburður Inga Vals hafi hins vegar verið mikið á reiki samskipta hans við vitni eftir atvikið, við skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi.

Aldursmunur skiptir máli

Í dóminum er komið inn á aldursmun geranda og brotaþola, sem var eins og áður segir, 21 ár og segir í dóminum að lög leggi ekki fortakslaust bann við samræði við börn á aldrinum fimmtán til sautján ára heldur geti þau veitt samþykki sitt fyrir þátttöku í slíku séu ekki fyrir hendi þau tengsl sem greinir í 200. Og 201 grein almennra hegningarlaga. 

Er það álit dómara að þegar aldursmunur sé svo mikill eins og háttar til í þessu máli verði að gera þá kröfu til þess sem eldri er, að gæta sérstakrar varúðar í kynferðislegum samskiptum, enda augljós hætta á að jafnræði sé ekki með aðilum og mikill munur á þroska þeirra og reynslu. Það eigi enn frekar við þegar aðstæður eða tengsl eru með þeim hætti að ljóst má vera að viðkomandi getur reynst erfitt að standa gegn þeim eldri.

Með vísan til framburða Inga Vals og stúlkunnar, framburðar vitna og annars sem tekið er fram taldi dómari að samræðið hefði farið fram án samþykkis stúlkunnar.

Dómari telur Inga Val hafasýnt vilja stúlkunnar skeytingarleysi og misnotað traust hennar. Í niðurlagi dómsins segir:

„Ákærði hefur hreinan sakaferil. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess hve ung brotaþoli var, sbr. a-lið 195. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði naut yfirburðastöðu gagnvart brotaþola vegna aldurs, reynslu og tengsla, misnotaði traust hennar og sýndi skeytingarleysi um vilja hennar. Mátti ákærða vera ljóst að háttsemi hans væri til þess fallin að skaða andlega heilsu hennar.“

Ingi Valur var því dæmdur til tveggja og hálfs árs óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var jafnframt dæmdur til  að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur og til greiðslu alls sakarkostnaðar tæplega 2,6 milljónir króna.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt