fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. júní 2023 12:00

Gistiskýlið Lindargötu 48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heim­il­is­laus karl­mað­ur á sextugsaldri svipti sig lífi í lok maí eft­ir að honum var ítrekað vísað frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík. Ástæða þess að manninum var vísað frá er að Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna. 

Fjallað er um málið í Heimildinni.

„Honum var vísað frá því Hafnarfjarðarbær sagði bara Fokkaðu þér. Bróðir minn þurfti að fara þessa leið út af peningum. Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn. Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá,“ segir systir mannsins í samtali við Heimildina. 

Föstudagskvöldið 26. maí mætti maðurinn í neyðarskýlið við Lindargötu, óskaði eftir gistingu og var vísað frá. Starfsfólk neyðarskýlisins hafði fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. 

Gisting hækkaði um 119%

Reykjavík er eina sveitarfélagið sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausa, en þeir einstaklingar sem þurfa gistinguna eiga margir lögheimili annars staðar. Lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag greið­ir gistinátta­gjald­ið í neyð­ar­skýl­um Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Þann 1. maí síðastliðinn hækkaði gjaldið úr 21.000 kr. í 46.000 kr. eða um 119% fyrir eina nótt. Ákvörðun um hækkunina var tekin á fundi velferðarráðs borgarinnar 1. febrúar til þess að standa undir raunkostnaði við þjónustuna. Þar kemur fram: 

Lagt er til að velferðarsviði verði heimilað að hækka gistináttagjald hjá sveitarfélögum fyrir gistingu í neyðargistiskýlum Reykjavíkurborgar í 46.000  kr. fyrir hverja gistinótt, þegar einstaklingur á lögheimili utan Reykjavíkur, þannig að gjaldið samsvari raunkostnaði. Gjaldið verði innheimt ársfjórðungslega og fjárhæð taki þá breytingu miðað við vísitölu neysluverðs.  

Ókunnugt fólk kom að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og hringdi á sjúkrabíl. „Hann komst aldrei aftur til lífs eða meðvitundar. Þegar rannsóknum var lokið kom í ljós að það var engin heilastarfsemi,“ segir systir mannsins. Fimmtudaginn 1. júní var öndunarvélin tekin úr sambandi og maðurinn úrskurðaður látinn.  

„Hann var búinn að vera á sjúkrahúsinu í sjö mínútur þegar það var hringt í mig. Ég er skráð sem hans nánasti aðstandandi. Ég er að fara að jarða stóra bróður minn. Börnin hans eru að fara að jarða pabba sinn. Og öllum er bara alveg sama,“ segir systir mannsins við Heimildina. Hún segir bróður sinn heitinn hafa verið „flottan strák, kláran“ og hann hafi notið mikillar velgengni í starfi, þar til Bakkus tók yfir. Hún hafi reynt að aðstoða bróður sinn við að fá hjálp í kerfinu en ýmsir latt hana til þess. „Fólk hefur spurt mig hvort hann hafi ekki verið búinn að fara í fullt af meðferðum. Jú, hann var búinn að því. Það breytir því ekki að hann þarf samt að sofa einhvers staðar.“ 

Segir hún það hafa tekið mikið á bróður sinn að vera neitað um gistingu í neyðarskýlinu. „Hann var reiður yfir því, ofboðslega reiður. Honum fannst hann niðurlægður og var mjög sár. Hann upplifði skilningsleysi og vanvirðingu.“ 

Hún segir bróðurinn hafa þráð að ná sér á strik að nýju. Hann auglýsti nýverið eftir vinnu á Facebook og það hafi gengið upp. „Hann átti að mæta í nýja vinnu mánudeginum eftir að hann gerir þetta, einum og hálfum degi eftir en hann ákveður að kveðja. Í stað þess að byrja í nýrri vinnu þennan dag er hann meðvitundarlaus í öndunarvél.“

Í frétt Heimildarinnar kemur fram að starfsfólki gistiskýlanna finnist afar þungbært að þurfa að vísa frá fólki í neyð vegna kröfu frá nágrannasveitarfélögum. 

Heimildin leitaði jafnframt eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ vegna málsins og hvort mögulega hafi verið um mistök að ræða þegar þess var krafist að honum yrði vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík, en engin svör hafa enn borist. 

Fjallað er nánar um málið í Heimildinni.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka