Ný stjórn félagasamtakanna Hugarafls hefur verið kosin. Aðalstjórn Hugarafls skipa Sævar Þór Jónsson lögmaður, Birgir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, stjórnarformaður og eigandi Perago bygg, Unnur Þorsteinsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Bjarni Karlsson prestur.
Þá var framkvæmdastjórn Hugarafls kosin en í henni sitja Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður og ráðgjafi, Grétar Björnsson, félagsfræðingur og jafningjastuðningsaðili, Fjóla Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri og jafningastuðningsaðili, Thelma Ásdísardóttir, sérfræðingur í afleiðingum ofbeldis, og Ninna Karla Karlsdóttir ritari. Félagið var stofnað árið 2003 en starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Starfsemin er algjörlega gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir 18 ára og eldri og er starfsemin gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar.