fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, segist lítinn mun sjá á því að stela bók út bókaverslun og stela áskrift að Stöð 2. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is en þar talar Þórhallur inn í fréttir undanfarinna daga af athæfi Jóns Einars Eysteinssonar sem hefur selt fjölda fólks í heimildarleysi aðgang að dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar.

Sýn hefur nú stefnt Jóni eins og DV greindi frá í síðustu viku:

Sýn stefnir Jóni Einari og krefst refsingar – Hefur selt Íslendingum á Spáni aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá

Í stefnu málsins segir lögmaður Sýnar að Jón Einar hafi valdið efnishöfundum, íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum og öðrum rétthöfum verkanna verulegum fjárhagslegum skaða með ólöglegu framferði sínu en hann hafi framið skýlaust brot gegn höfundarréttarlögum. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. júní næstkomandi.

Vísir birti skömmu síðar viðtal við Jón sem taldi stefnuna vera harkalega: „Mér finnst þetta harkaleg stefna en ég læt bara minn lögmann um þetta. Það verður náttúrlega að svara þessu eins og hægt er,“ sagði hann við Vísi. Fram hefur komið að Jón hefur auglýst þessa ólöglegu þjónustu sína víða á netinu, sérstaklega í Facebook-hópum. Hann lýsir starfseminni sem hjálpsemi við aldraða Íslendinga á Spáni:

„Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“

Hann neitar því jafnframt að hafa hagnast mikið á framtakinu: „Algjört kjaftæði. Ég er að kaupa sjálfur í búðum hérna á Spáni Chromecast-lykla sem ég er að láta fólk hafa. Ég er að endurselja þá á kostnaðarverði. Þeir kosta náttúrlega fimmtán þúsund krónur þessir lyklar og þar er ég að setja inn RUV-appið svo fólkið geti horft á íslenska sjónvarpið.“

Gleymir að upplýsa gamla fólkið um dálítið

„Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni,“ segir Þórhallur í grein sinni og bætir við að Jón gleymi að upplýsa gamla fólkið á Spáni um mikilvægt atriði:

„Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis.

RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur.“

Í grein sinni játar Þórhallur að hann hafi stolið bókum úr Bókabúð Máls og menningar þegar hann var unglingar. Hafi hann ávallt séð eftir því athæfi. Hann sér í grundvallaratriðum engan mun á þeim búðarþjófnaði og framferði Jóns. Hann bendir jafnframt á að nýlega hafi borist fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi vegna sölu manna á illa fengnu sjónvarpsefni.

„Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar,“ segir Þórhallur í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“