fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 18:30

Samsett mynd DV. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Ómar Jóhannsson fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri fyrirtækisins Omzi ehf. Er Ómar sakaður um að hafa ekki staðið rétt að skilum á virðisaukaskattskýrslum vegna reksturs félagsins árið 2018 og er vangoldinn virðisaukaskattur sagður rúmlega 16,3 milljónir króna.

Ennfremur er Ómar sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir árið 2018 og fyrir janúar 2019. Vangoldinn skattur er samtals rétt rúmlega 18 milljónir króna og meint skattsvik nema þá samtals rúmlega 34,4 milljónum króna.

Ákæran var gefin út í lok apríl og málið verður þingfest 1. júní næstkomandi fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Omzi, sem var byggingarfyrirtæki með aðsetur í Hveragerði, var hins vegar úrskurðað gjaldþrota árið 2019. Skiptalok voru 2020. Lýstar kröfur í þrotabúið voru tæplega 223 milljónir króna að viðbættum vöxtum og kostnaði. Forgangskröfur voru tæplega 34 milljónir.

Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum án þess að nokkuð fengist upp í kröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg