fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. maí 2023 07:43

Leitin lögreglunnar fór fram á svæði sem steinaþyrpingin vísaði á

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumennirnir sem leituðu að Madeleine McCann í Portúgal í vikunni fundu „haldbærar vísbendingar“ sem skipt gætu máli varðandi framhaldið. Þetta kemur fram í frétt portúgalska dagblaðsins Correio da Manha en alls tók lögregluaðgerðin þrjá daga.

Leitin, sem fór fram að frumkvæði þýsku lögreglunnar, beindist sérstaklega að svæðinu í kringum að manngerðri stíflu nærri bænum Silves, sem er skammt frá Praia da Luz þar sem stúlkan hvarf á sínum tíma. Um var að ræða fyrstu formlegu leitina að líkamsleifum hennar síðan árið 2014 og tók fjölmennt lið þátt í leitinni og naut meðal annars aðstoðar kafara og leitarhunda.

Uppgröftur fór fram á svæðinu og er verið að flytja ýmislegt sem fannst, meðal annars fatabútar og ótilgreinda plastmuni, til Þýskalands þar sem frekari rannsóknir munu fara fram. Búist er við að frumniðurstöður liggi fyrir í næstu viku en einhverjir mánuðir munu líða þar til lokaskýrslan verður fullkláruð.

Þá hefur þýska lögreglan sagt að ef engar nýjar haldbærar vísbendingar finnast í leitinni þá verði gefin út yfirlýsing um það á næstunni.

Þýski barnaníðingurinn Christian Brückner, sem er efstur á lista grunaðra, vandi komur sínar á leitarstaðinn sem hann kallaði litlu paradísina sína.  Brückner er þekktur barnaníðingur og ofbeldismaður en hann var búsettur á Algarve þegar Madeleine hvarf. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir að nauðga sjötugri konu í Portúgal en dóminn afplánar hann í þýsku fangelsi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við