fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

CIA leitar uppi Rússa sem eru ósáttir með Vladimir Pútín til að stunda njósnir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. maí 2023 06:47

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur sett af stað verkefni til þess að komast í samband við Rússa sem eru ósáttir við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og vilja grafa undan honum. Sérstaklega er leitað eftir löndum hans með viðkvæmar upplýsingar.

CIA stofnaði nýja rás á samskiptaforritinu Telegram, sem er vinsælt með Rússa, þar sem tveggja mínútna langt myndband með ofangreindu ákalli var aðgengilegt. Þá var komið með ráðleggingar um hvernig hægt væri að setja sig í samband við leyniþjónustuna með öruggum hætti. Sama myndband var svo birt á Twitter, Facebook og Youtube.

„Fólk í kringum þig hefur kannski ekki áhuga á sannleikanum en það höfum við. Þú ert ekki valdlaus,“ segir meðal annars í myndbandinu.

Myndbandinu er ætlað að höfða til óánægðra Rússa sem hafa í fá hús að venda varðandi það að koma óánægju sinni á framfæri. Í grein CNN kemur fram að þeir Rússar sem hafa lagt CIA hönd á plóg geri slíkt ekki endilega fyrir peninga heldur af væntumþykju fyrir landi og þjóð sem þeir telja að sé stjórnað með glæpsamlegum hætti.

Þá eru margir í persónulegum hefndarhug enda hafi ákvarðanir stjórnvalda í Kreml bitnað á þeim persónulega eða ástvinum þeirra.

Alríkislögreglan FBI fór sömu leið í apríl og auglýsti þá eftir óánægðum rússneskum diplómötum á Twitter sem staðsettir væru í Bandaríkjunum til samstarfs.

Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, var spurður út í auglýsingar CIA á dögunum og hann sagðist fullviss um að rússneska leyniþjónustan fylgdist vel með gangi mála. Ýjaði hann að því að þarna væri kjörinn vettvangur til þess að leita svikara uppi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði