fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Aðstoðarkona fór í mál við fatlaða konu – Taldi móður hennar hafa hýrudregið sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. maí 2023 17:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðrétting: Ranglega var sagt að fötluð kona sem minnst er á í þessari frétt hafi verið með samning við NPA-miðstöðina. Það er ekki rétt og tengist NPA-miðstöðin málinu ekki á nokkurn hátt. Beðist er velvirðingar á þessu. 

 

Fyrrverandi aðstoðarkona fatlaðrar konu fór í mál við konuna, þar sem hún taldi sig eiga inni vangreidd laun.

Dómur var kveðinn upp í málinu við Héraðsdóm Reykjaness þann 17. maí síðastliðinn.

Konan réð sig í starfið í október 2019. Fól starf hennar í sér persónulega aðstoð við fötluðu konuna og var um að ræða fullt starf í vaktavinnu, átta klukkustundir á dag. Laun skyldu vera greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi.

Móðir fötluðu konunnar sá um öll samskipti við konuna vegna starfsins og undirritaði ráðningarsamning við hana fyrir hönd fatlaðrar dóttur sinnar. Einnig sá hún um greiðslu launa og allar viðræður um fyrirkomulag starfsins og vinnutíma. Síðan segir í texta dómsins að móðirin hafi sumarið 2020 gert athugasemdir við eitt og annað í störfum konunnar, orðrétt segir:

„Atvik málsins eru að öðru leyti umdeild, en ráðið verður af útprentun af samskiptum stefnanda og móður stefnda á Facebook-messenger að móðirin hafi gert athugasemdir við það sumarið 2020 að stefnandi vanrækti þrif á heimili hennar og stefnda. Þá fór hún þess á leit að stefnandi kannaði leikskólamál fyrir son sinn, en óumdeilt er að stefnandi hafði fengið leyfi stefnda til að koma með barnið í vinnuna vegna vöntunar á dagvistun. Þann 2. júní 2020 lýsti móðir stefnda því yfir í samskiptum við stefnanda að ef stefnandi hygðist eingöngu sinna stefnda en ekki þrífa heimilið yrði starfshlutfallið 50%. Móðirin mun í framhaldinu hafa tjáð stefnanda að vinnutíminn yrði eftirleiðis mánudag, miðvikudag og föstudag aðra hvora vikur frá 10:00 til 17:00 og þriðjudag og fimmtudag í hinni vikunni. Þann 26. ágúst 2020 sagði hún stefnanda svo upp störfum og kvað stefnda myndu greiða uppsagnarfrest hennar miðað við 50% starf.“

Móðurinni barst síðan bréf frá lögmanni konunnar 1. desember 2020 þar sem gerðar voru athugasemdir við uppgjörið. Krafðist hún tæplega 1,3 milljóna króna í óuppgerð laun. Ekki var orðið við þessu og fór konan þá með málið fyrir dóm. Um dómkröfur konunnar segir í texta héraðsdóms:

„Stefnandi byggir kröfur sínar á því að henni beri sem starfsmanni að fá greidd laun í samræmi við ráðningarsamning og gildandi kjarasamning. Kveður hún kröfur sínar taka mið af ráðningarsamningi og raunverulegu vinnuframlagi hennar fyrir stefnda á tímabilinu 1. október 2019 til og með 26. ágúst 2020 auk uppsagnarfrests. Vangreiðsla stefnda felist fyrst og fremst í of lágu tímakaupi, uppsagnarfresti og orlofs- og desember uppbótum, en einnig sé krafist leiðréttingar á launum sem ekki hafi verið greidd í samræmi við fyrirkomulag vakta þar sem fjöldi tíma hafi ekki verið réttur og neysluhlé ekki verið greitt.“

Farið er ítarlega í saumana á kröfugerðinni og andsvörum hinnar stefndu í texta dómsins, sem má lesa hér.

Það var niðurstaða héraðsdóms að samþykkja kröfur konunnar yfir utan kröfuna um laun í neysluhléi. Krafan var upp á  1.361.116 kr. en dómsniðurstaðan var sú að greiða bæri henni rétt rúmlega eina milljón króna í vangoldin laun. Auk þess þarf fatlaða konan að greiða stefnanda 1,2 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi