fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 20:04

Vignir Vatnar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari landsins, tryggði sér nú fyrir stundu Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir æsispennandi bráðabana.

Landsliðsflokki Skákþings Íslands lauk fyrr í dag en þar öttu tólf skákmenn kappi um titilinn eftirsótta þar sem allir tefldu við alla. Eftir ellefu daga baráttu varð niðurstaðan sú að þrír skákmenn urðu efstir og jafnir með 8,5 vinninga af 11 mögulegum. Vignir Vatnar og stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson.

Þrímenningarnir voru í sérflokki í mótinu auk hins efnilega Hilmars Freys Hilmissonar sem hlaut 8 vinninga og lagði meðal annars goðsögnina Jóhann Hjartarson í lokaumferðinni.

Beint í framhaldinu fór fram bráðabani milli þremenninganna með styttri tímamörkum. Vignir Vatnar er afburða hraðskáksmaður en á móti kemur eru Hannes Hlífar og Guðmundur afar reynslumiklir og hafa oft hampað titlinum. Hannes Hlífar í heil þrettán skipti en Guðmundur þrisvar.

Að endingu var það æskan sem hafði betur en Vignir Vatnar lagði Guðmund tvisvar að velli í innbyrðisskákum þeirra og gerði tvö jafntefli við Hannes Hlífar. Á meðan gerði Guðmundur svo Vigni mikinn greiða með því að leggja Hannes að velli.

Skákárið 2023 hefur verið gjöfult fyrir Vigni Vatnar en í mars á þessu ári tryggði hann sér stórmeistaratitlinn eftirsótta og varð þar með sextándi stórmeistari Íslands. Vignir er aðeins tvítugur að aldri og hefur háleit markmið í skákinni og Íslandsmeistaratitillinn er staðfesting á því að hann hefur alla burði til að ná eins langt og hann vill.

Hér geta lesendur kynnt sér lokastöðu mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Í gær

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað