fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 20:04

Vignir Vatnar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari landsins, tryggði sér nú fyrir stundu Íslandsmeistaratitilinn í skák eftir æsispennandi bráðabana.

Landsliðsflokki Skákþings Íslands lauk fyrr í dag en þar öttu tólf skákmenn kappi um titilinn eftirsótta þar sem allir tefldu við alla. Eftir ellefu daga baráttu varð niðurstaðan sú að þrír skákmenn urðu efstir og jafnir með 8,5 vinninga af 11 mögulegum. Vignir Vatnar og stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson.

Þrímenningarnir voru í sérflokki í mótinu auk hins efnilega Hilmars Freys Hilmissonar sem hlaut 8 vinninga og lagði meðal annars goðsögnina Jóhann Hjartarson í lokaumferðinni.

Beint í framhaldinu fór fram bráðabani milli þremenninganna með styttri tímamörkum. Vignir Vatnar er afburða hraðskáksmaður en á móti kemur eru Hannes Hlífar og Guðmundur afar reynslumiklir og hafa oft hampað titlinum. Hannes Hlífar í heil þrettán skipti en Guðmundur þrisvar.

Að endingu var það æskan sem hafði betur en Vignir Vatnar lagði Guðmund tvisvar að velli í innbyrðisskákum þeirra og gerði tvö jafntefli við Hannes Hlífar. Á meðan gerði Guðmundur svo Vigni mikinn greiða með því að leggja Hannes að velli.

Skákárið 2023 hefur verið gjöfult fyrir Vigni Vatnar en í mars á þessu ári tryggði hann sér stórmeistaratitlinn eftirsótta og varð þar með sextándi stórmeistari Íslands. Vignir er aðeins tvítugur að aldri og hefur háleit markmið í skákinni og Íslandsmeistaratitillinn er staðfesting á því að hann hefur alla burði til að ná eins langt og hann vill.

Hér geta lesendur kynnt sér lokastöðu mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við