fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Með varanlega örorku eftir umferðarslys en lagði tryggingafélagið í dómsal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 11:55

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp þann 12. maí síðastliðinn, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli konu sem stefndi Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) þar sem hún var ósátt við bótauppgjör félagsins við sig.

Konan lenti í umferðarslysi í ágúst árið 2020 þar sem hún varð fyrir líkamstjóni. VÍS var vátryggjandi bílsins hennar. Konan er metin með 5% varanlega örorku vegna slyssins.

Við bótauppgjör miðaði VÍS framtíðartekjur konunnar við tekjur sem hún hafði árið 2019. Konan tók við bótunum með fyrirvara og sagði viðmiðið ekki rétt. Árið 2019 starfaði hún í fjölskyldufyrirtæki þar sem hún hugðist ekki halda áfram störfum og taldi hún rétt að miða uppgjörið við meðaltekjur við sérfræðistörf í félagsráðgjöf þar sem hún hafði lokið gráðu í faginu og stefndi á það starfssvið.

VÍS benti á að konan hefði aldrei á æfinni haft þær tekjur sem hún vildi miða við sem framtíðartekjur.

Tekist var á um 7. grein skaðabótalaganna. Í fyrstu málsgrein hennar segir:

„Árslaun til ákvörðunar bóta skv. 6. gr. skulu teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþola að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárin fyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við.“

En í annarri málsgreininni segir:

„Árslaun skulu þó metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætla má að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola.“

Dómurinn féllst á þá kröfu konunnar að meta hefði átt framtíðartekjur hennar sérstaklega í ljósi aðstæðna en ekki miða við tekjur síðasta árs fyrir slysið. Vann hún fullnaðarsigur fyrir dómi og var VÍS dæmt til að greiða henni rúmlega 7,3 milljónir króna auk málskostnaðar upp á 1,2 milljónir.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi