fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur úrskurðað að meintur ofbeldismaður fái ekki að vera viðstaddur þegar fyrrverandi eiginkona hans og sonur þeirra bera vitni gegn honum í réttarsal.

Maðurinn er sakaður um mörg ofbeldisbrot gegn konunni og barninu en hann krafðist þess að fá að vera viðstaddur vitnaleiðslur þeirra. Túlka ber þröngt heimild til að víkja frá þeirri meginreglu að ákærði hafi rétt til að vera viðstaddur réttarhöld. En bæði héraðsdómur og Landsréttur telja að það gæti haft alvarlegar afleiðingar ef maðurinn yrði viðstaddur á meðan mæðginin bera vitni. Er þar byggt á mati starfskonu í Kvennaathvarfinu þar sem mæðginin hafa dvalist.

Í úrskurði Landsréttar er vitnað til vottorðs frá Kvennaathvarfinu, en þar segir:

„Að sögn A þá kvíðir hún því að hafa [varnaraðila] í salnum, hún kvíðir því að hann stari á hana, hún finnur fyrir stressi og miklum kvíða þegar hún hugsar til þess að hún þurfi að mæta honum. Hún óttast að skjálfa og að hún vaði úr einu í annað og fari að gráta“. Um brotaþolann B segir í vottorðinu að það að ,,barn þurfi í réttarsal að lýsa hvernig faðir hans [hafi] brotið á honum og fjölskyldunni hans, í hans viðurvist, [setji] mikla ábyrgð á barnið og [geti] haft alvarlegar afleiðingar á líðan hans til framtíðar.“

Í úrskurði Landsréttar segir ennfremur:

„Í málinu eru varnaraðila gefin að sök fjölmörg brot gegn brotaþolum á tímabilinu 16. febrúar 2022 til 1. febrúar 2023, en brotaþolinn A er maki varnaraðila og brotaþolinn B er sonur hans og A. Þegar horft er til tengsla ákærða og brotaþola, þess sem fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu og þeirra ákæruefna sem óhjákvæmilega verða borin undir brotaþola við skýrslugjöf þeirra, verður að telja að nærvera varnaraðila við skýrslugjöf brotaþola yrði þeim sérstaklega til íþyngingar og sé líkleg til að hafa áhrif á framburði þeirra.“

Er ofannefnt helsta ástæðan fyrir því að Landsréttur ákveður að staðfesta úrskurð héraðsdóms og meina manninum að vera viðstaddur þegar fyrrverandi eiginkona hans og sonur þeirra bera vitni gegn honum.

Úrskurðina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“