fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Segir það verða afgerandi vendipunkt í stríðinu ef Úkraína fær F-16 orustuþotur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. maí 2023 09:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur Evrópuríki tilkynntu í síðustu viku að þau séu tilbúin til að annast þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orustuþotur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti einnig í síðustu viku að Bandaríkin styðji þetta. Hann gaf einnig grænt ljós á að Úkraína fái F-16 orustuþotur á einhverjum tímapunkti.

Þjálfun flugmanna er auðvitað eitthvað sem verður að ljúka áður en hægt er að láta Úkraínumenn fá F-16 vélar. Ef svo fer að Vesturlönd láti þeim slíkar vélar í té, þá verður það mjög stór vendipunktur í stríðinu.

Þetta er mat Jens Wenzel Kristoffersen, sérfræðings hjá Center for Militære Studier í Danmörku. Í samtali við TV2 sagði hann að þetta muni ráða úrslitum í stríðinu þegar horft sé til langs tíma.

En hann benti um leið á að þeir fái ekki vélarnar bara allt í einu, þetta verði langt ferli og því fylgi stórt verkefni hvað varðar viðhald vélanna og sjá þeim fyrir nauðsynlegum skotfærum og eldsneyti.

„Maður gefur ekki bara F-16 flugvélar og heldur að þá muni allt ganga vel. Þetta er risastórt verkefni sem tekur tíma,“ sagði hann. Hann sagðist telja að það muni taka fjóra til sex mánuði að þjálfa úkraínsku hermennina.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi vantað F-16 vélar allt frá upphafi stríðsins: „Yfirráð í lofti eru mikilvæg til að landherinn geti sótt fram. Þetta er það sem vantar til að Úkraínumenn geti náð árangri. Þetta mun breyta stríðinu á afgerandi hátt fyrir Úkraínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“