fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Rússneskir vísindamenn óttast yfirvöld – „Sérhver grein eða skýrsla getur leitt til ákæru um landráð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 06:45

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins fimm árum hafa rúmlega 50.000 vísindamenn flutt frá Rússlandi. Þetta sagði Valentin Parmon, formaður rússnesku vísindaakademíunnar RAS, á fundi nýlega að sögn The Moscow Times.

Þetta gerist á sama tíma og Rússar reyna að verða óháðir erlendri tækni en þetta er afleiðing refsiaðgerða Vesturlanda.

En þeir vísindamenn sem enn halda sig í Rússlandi eiga á hættu að lenda upp á kant við nýja og stranga löggjöf sem var innleidd í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Löggjöfin gerir yfirvöldum kleift að dæma fólk til langrar fangelsisvistar ef það gagnrýnir rússnesk stjórnvöld opinberlega eða hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ en það er það sem rússnesk stjórnvöld kalla stríðið í Úkraínu.

Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum lögum eru þrír vísindamenn frá Stofnun fræðilegra og nytsamrar vélfræði. Þeir voru handteknir og sakaðir um landráð. Stofnunin birti í kjölfarið opið bréf þar sem miklum áhyggjum er lýst af þróun mála.

„Við skiljum einfaldlega ekki hvernig við eigum að geta haldið starfi okkar áfram. Upplifun okkar er að sérhver grein eða skýrsla geti leitt til ákæru um landráð,“ segir í bréfinu.

Stofnunin varar einnig við að Rússar muni sitja eftir hvað varðar tækniþróun á ofurhljóðfráa sviðinu en hún er meðal annars notuð til að búa til ofurhljóðfrá flugskeyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?