fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Rússneski hermaðurinn veifaði til drónans þegar félagar hans lágu látnir í skotgröfinni – Myndband af atburðarásinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. maí 2023 06:45

Hermaðurinn veifaði til drónans þegar hann stóð einn eftir. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa um langa hríð verið með hina svonefndu „I Want to Live“ áætlun í gangi en hún beinist að rússneskum hermönnum og er þeim boðið að gefast upp í stað þess að falla á vígvellinum. Margir rússneskir hermenn kjósa frekar að taka eigið líf en að nýta sér þetta.

En það átti ekki við um hermanninn sem sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Þegar hann stóð einn eftir innan um fallna félaga sína í skotgröf í austurhluta Úkraínu leit hann biðjandi upp á úkraínskan dróna, sem sveimaði yfir höfði hans, og bar hönd upp að hálsi sér og hristi höfuðið og gaf skýrt til kynna að hann vildi ekki fylgja félögum sínum yfir móðuna miklu.

Hann vildi gefast upp.

Í staðinn fyrir að kasta sprengju niður á hann, kastaði úkraínski drónaflugmaðurinn miða niður með leiðbeiningum um hvernig hann kæmist á öruggan stað.

Hér les hann miðann sem var kastað niður til hans. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

Honum var sagt að fylgja drónanum eftir og það gerði hann. Sikksakkaði á milli fallinna félaga sinna í skotgröfunum.

Hann tókst síðan þessa hættulegu ferð á hendur og slapp naumlega frá skothríð rússneskra hermanna á leiðinni. Að lokum komst hann á áfangastað og var tekinn höndum af úkraínskum hermönnum.

Hér er hann lagður af stað. Mynd:Úkraínski herinn

 

 

 

 

 

Myndbandið var tekið upp af úkraínska hernum nýlega í útjaðri Bakhmut. Það var Yuriy Fedorenko, yfirmaður 92. vélvæddu herdeildar úkraínska hersins, sem tók ákvörðun um að lífi rússneska hermannsins skyldi þyrmt og honum komið í skjól. Fedorenko skrifaði á Telegram:

Mannvirðing er ekki að hegða sér eins og mannæta, heldur að vera manneskja og það á hinum hræðilegustu stundum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur