fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Embætti landlæknis með þarflausar uppflettingar í lyfjagátt til skoðunar – Málið litið alvarlegum augum 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. maí 2023 10:00

Alma D. Möller landlæknir og Vítalía Lazareva, fyrrum starfsmaður Lyfju Mynd: Vitalía / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti landlæknis er enn með til skoðunar hversu margar þarflausar uppflettingar voru í lyfjaávísanagátt, um hversu marga starfsmenn umræddra lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. Embættinu hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt, og varðar annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Kemur þetta fram í frétt Vísis.

DV fjallaði um málið fyrir helgi. Vítalía Lazareva er sá fyrrum starfsmaður Lyfju sem kærður hefur verið til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í Lyfjagagnagrunni. Þetta fullyrðir Stefán Einar Stefánsson, fyrrum fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins, í hlaðvarpinu Þjóðmálum, í umsjón Gísla Freys Valdórssonar, en þar var málið rætt í þaula.

Sjá einnig: Segir Vítalíu vera starfsmann Lyfju sem fletti upp lyfseðlum þjóðþekktra í Lyfjagátt og hefur verið kærð til lögreglu

Vítalía og Lyfja vildu ekki tjá sig

DV hafði samband við Vítalíu í lok síðustu viku vegna orðróms um að hún tengdist málinu. Hún vildi ekki tjá sig um málið og kannaðist ekki við að tengjast málinu né að hafa verið boðuð í skýrslutöku hjá lögreglu vegna þess.

DV sendi skriflega fyrirspurn til Lyfju vegna málsins, en svarið var stutt: „Lyfja getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna“

Sjá einnig: Lyfja segist ekki geta tjáð sig – Segir fyrirtækinu ekki treystandi fyrir trúnaðarupplýsingum

Embætti landlæknis ítrekar í svari sínu til Vísis að í lyfjaávísanagátt sé ekki að finna upplýsingar um lyfajasögu eða heilsufarsupplýsingar. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir eða þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir.

„Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“

Embætti landlæknis leggur til að rekjanleika uppflettinga verði breytt, ekki hafi verið gerð krafa um slíkt við setningu núverandi lyfjalaga. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Starfsmenn lyfjaverslana fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði.

Embætti landslæknis lítur alvarlega á málið.

„Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. 

Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum,“ eins og segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu