fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ásgeir ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Byggingarkrani hrundi í miðbænum og fyrirtækið fór á hausinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. maí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Arnór Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hins gjaldþrota byggingafyrirtækis, Örk, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Mál héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, föstudaginn 19. maí.

Örk hefur áður komið við sögu í fréttum. Haustið 2016 hrundi byggingarkrani sem fyrirtækið var með á leigu í Hafnarstræti. Stórhættulegt atvik og mildi að ekki urðu slys á fólki. Í frétt DV frá árinu 2016 segir:

„Allt var með kyrrum kjörum í miðborg Reykjavíkur morguninn 29. september árið 2016. En rónni var raskað þegar byggingarkrani, sem staðsettur var í Hafnarstræti, hrundi rétt fyrir hádegi. Timburhlaðinn kraninn féll á nýbyggingu og yfir á planið hjá pylsusölunni Bæjarins bestu. Þeir sem sáu slysið sögðu hann hafa fallið saman og ótrúlegt lán að fáir hafi verið á ferð á svæðinu. Vanalega eru tugir í röð hjá Bæjarins bestu á þessum tíma en af einhverjum ástæðum var enginn í röðinni þegar kraninn féll. Síðan þá hefur lítið frést af málinu en því er þó ekki lokið.“

„Þetta er tilraun til manndráps“

Skömmu eftir slysið lýsti Eyjólfur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Vinnueftirlitsins, sem nú er látinn, því yfir að grunur léki á því að átt hefði verið við öryggisbúnað kranans til þess að hægt væri að stafla meira efni á hann. Oddur R. Ólafsson, hjá vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins, tók dýpra í árinni og sagði við DV, aðspurður um hvort málið yrði kært: „Það er alveg á kristaltæru. Þetta er tilraun til manndráps.“

Ásgeir, hjá Örk, sagði hins vegar að ástæður slyssins væru fyrst og fremst vandamál í búnaði kranans. Hann sagði að auki: „Ég sendi mína pólsku stráka á krananámskeið hjá Vinnueftirlitinu. Hans mannlegu mistök hefðu sennilega ekki orðið svona stór ef honum hefði verið kennt almennilega á kranann.“

Svo virðist sem lögreglurannsókn hafi ekki leitt til málaferla fyrir dómi. Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri DS-lausna, sem voru eigandi kranans, kannast ekki við að menn hafi verið dæmdir vegna málsins. „Ég var að a.m.k. ekki kallaður sem vitni fyrir dóm. En þeir þurftu að bæta mér kranann,“ segir hann í samtali við DV. Daníel bætir við að menn hafi verið stóryrtir í kjölfar slyssins þar sem það varð á mjög viðkvæmum stað og fallið hefði getað valdið dauðaslysum ef fólk hefði verði í biðröð hjá pylsuvagni Bæjarins bestu, sem staðsett er rétthjá þar sem kraninn féll.

Þó að málið virðist ekki hafa komið til kasta dómstóla var Örk úrskurðuð til að greiða 11 milljónir króna vegna eyðileggingar kranans, kvists sem kýldist niður í húsið og upphífingar á brakinu. Ásgeir sagði á sínum tíma við DV: „Ellefu milljónir er mikið fyrir lítið fyrirtæki. Ég hef hugsað um að kæra, en ég hef ekki gert það því að dómsmál geta farið á hvorn veginn sem er. Ég var alltaf mjög ósáttur við þetta.“

Örk gjaldþrota en meint skattsvik nýleg

Örk var úrskurðuð gjaldþrota um ári eftir slysið og skiptum lauk árið 2018. Viðskiptablaðið greindi frá. Lýstar kröfur í búið voru hátt í 600 milljónir króna og fékkst ekkert upp í almennar kröfur.

Engu að síður er Ásgeir ákærður fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækis sem heitir Örk bygg ehf. og var, samkvæmt kennitölu, stofnað árið 2009. Er Ásgeir, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins, sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna fyrir desember árið 2020, nóvember og desember 2021 og fyrir tímabilið febrúar til ágúst árið 2022.

Meint vanskil nema samtals 83.427.631 kr.

Er þess krafist að Ásgeir verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Verði hann fundinn sekur má hann búast við, miðað við dómafordæmi, að verða dæmdur í skilborðsbundið fangelsi og til greiðslu himinhárrar sektar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“