fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Telur að örlög Úkraínu séu í höndum þessara Bandaríkjamanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. maí 2023 04:10

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víglínurnar í stríðinu í Úkraínu eru ekki það sem er mikilvægast að fylgjast með en þær hafa ekki breyst mikið síðustu sex mánuði. Það mikilvægasta, sem fylgjast þarf með, er hinum megin Atlantsála.

Þetta er mat Tormod Heier, prófessors í hernaðarfræðum við norska varnarmálaskólann. Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði hann að rússneski herinn hafi ekki getu til að blása til stórra sókna í Úkraínu eins og er og vísaði þar til mats sérfræðinga og bandarískra leyniþjónustustofnana.

Heier sagði að allir viti að næsta stigið í stríðinu sé gagnsókn Úkraínumanna. Það sé ekki fyrr en að henni lokinni sem Rússar geti safnað liði á nýjan leik og undirbúið næsta leik sinn.

Hann telur því að mikilvægasta sviðið, sem fylgjast þarf með varðandi stríðið, sé ekki við víglínurnar og ekki einu sinni í Evrópu.

Það er í Bandaríkjunum sem örlög Úkraínu munu ráðast að hans mati.

Það er baráttan um Hvíta húsið sem verður afgerandi að hans mati. „Þetta er sjónarhorn sem fólk verður að átta sig á,“ sagði hann.

Sá sem situr þar við völd hefur mikið að segja um hvernig stríðið mun þróast sagði hann. „Það má telja að örlög Úkraínu ráðist kannski af hvernig innanríkispólitík og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara,“ sagði hann.

Hann sagði það draum Pútíns að Trump taki við völdum í Hvíta húsinu á nýjan leik. „Það er það sem Pútín vonast eftir. Þessar kosningar verða mjög áhugaverðar út frá rússnesku sjónarhorni. Af þeim sökum má reikna með óæskilegri athygli frá Rússlandi eins og 2016 þegar tölvupóstum, sem gerðu Hillary Clinton skráveifu, var lekið,“ sagði hann.

Ekki er vitað hver stóð á bak við leka á um 30.000 tölvupóstum frá Clinton þá.

Heier sagði að ef Repúblikanar ná Hvíta húsinu sé ekki víst að þeir muni halda áfram að dæla peningum í Úkraínu. Þeir vilji líklega nota peningana í eitthvað annað. Til dæmis lifi tæplega 40 milljónir Bandaríkjamanna undir fátæktarmörkum og einnig muni þeir frekar vilja styrkja millistéttina.

Að hans mati eru það því bandarískir kjósendur sem hafa örlög Úkraínu í hendi sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“