fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Skuggalegt framferði manns á Glerártorgi vakti ógn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þrítugan mann fyrir mjög ógnandi hegðun á Glerártorgi á Akureyri, laugardaginn 3. september 2022. Er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum og almennum hegningarlögum og fyrir brot gegn valdstjórninni.

Hann er í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa borið hníf á almannafæri innandyra á veitingastað á Glerártorgi. Í öðru lagi er hann ákærður fyrir að hafa ógnað manni með hnífnum inni á veitingastaðnum og hótað honum líkamsmeiðingum. Hélt hann hnífnum á lofti og beindi honum að manninum.

Í þriðja lagi er hann ákærður fyrir að hafa hótað og ógnað öðrum manni inni á veitingastaðnum með nákvæmlega sama hætti.

Í fjórða lagi er maðurinn ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumönnum líkamsmeiðingum og lífláti í lögreglubíl og í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig að hann sæti upptöku á hnífnum.

Málið verður þingfest við Héraðsdóms Norðurlands eystra 25. maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn