Þetta sagði Scott Berrier, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar DIA, nýlega. Í hættumati, sem leyniþjónustan sendi frá sér, skrifar hann að sú endurskipulagning sem var gerð í byrjun aldarinnar hafi gert að verkum að rússneski herinn var öflugri og viðbragðsbetri en á tímum Sovétríkjanna.
„2022 var ekki gott ár fyrir rússneska herinn . . . nútímalegur rússneskur herinn er einfaldlega horfinn,“ skrifar hann.
Í hættumatinu kemur fram að frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafi þeir misst nær öll nútímaleg hergögn sín og því séu þeir ekki færir um að standa í stórum hernaðaraðgerðum eða stríði næstu árin.
Auk skorts á hergögnum þá skiptir miklu máli að herinn er mjög háður varaliði sínu..
Þrátt fyrir þessa stöðu segir Berrier að heimurinn standi frammi fyrir mikilli hættu hvað varðar Rússland. Pútín sé ekki að leita að útleið úr stríðinu og rússneskir ráðamenn hafi gert það ljóst opinberlega að þeir séu staðráðnir í að ná markmiðum sínum í Úkraínu með hervaldi.