fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Stærsti vopnapakki Þjóðverja til Úkraínu frá upphafi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 08:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska varnarmálaráðuneytið tilkynnti á laugardaginn að Þjóðverjar ætli að senda Úkraínumönnum vopn að verðmæti 2,7 milljarða evra. Er ætlunin að styrkja varnir Úkraínu gegn rússneska innrásarliðinu með þessu framlagi.

Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu segir að í pakkanum verði fjölbreytt úrval hertóla. Þar á meðal verða 30 Leopard-1 skriðdrekar, brynvarin fólksflutningatæki, drónar og skotfæri.

Þetta er stærsta einstaka framlag Þjóðverja til Úkraínu frá upphafi stríðsins.

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sagði að með þessari sendingu, á hernaðarbúnaði sem brýn þörf sé fyrir, sýni Þjóðverjar að þeim sé full alvara með að styðja Úkraínu.

„Við viljum öll að þessu hræðilega árásarstríði Rússa gegn úkraínsku þjóðinni ljúki fljótt. Stríðið er brot á alþjóðalögum. En því miður eru stríðslok ekki í augsýn. Þjóðverjar munu því veita alla þá aðstoð sem þeir geta, eins lengi og þörf er á,“ sagði Pistorius.

Á þriðjudag í síðustu viku tilkynntu Bandaríkjamenn um nýjan hjálparpakka til Úkraínu að verðmæti 1,2 milljarða dollara. Honum er ætlað að styrkja loftvarnir og mæta þörfum úkraínska stórskotaliðsins nú í aðdraganda boðaðrar gagnsóknar Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Í gær

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Í gær

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar