The Washington Post skýrir frá þessu og byggir þetta á bandarískum leyniþjónustuskjölum sem var lekið á netið. Segir blaðið að Úkraínumenn hafi hafnað þessu boði.
Prigozhin sem er, eða að minnsta kosti var, náinn bandamaður Vladímír Pútíns hefur margoft hótað að kalla málaliða sína frá Bakhmut vegna skorts á skotfærum en hann hefur sakað yfirstjórn rússneska hersins um að vilja ekki útvega Wagner nóg af skotfærum.
The Washington Post segir að Prigozhin hafi sett tilboð sitt fram í gegnum tengiliði sína hjá úkraínsku leyniþjónustunni.
Talsmenn Hvíta hússins vildu ekki svara spurningum um tilboðið.