fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Lyfja segist ekki geta tjáð sig – Segir fyrirtækinu ekki treystandi fyrir trúnaðarupplýsingum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sendi í morgun fyrirspurn á Lyfju þar sem óskað var viðbragða við fréttum dagsins, þess efnis, að Vítalía Lazareva, hafi í starfi sínu hjá fyrirtækinu, flett upp lyfseðlum þjóðþekktra einstaklinga í Lyfjagátt og verið kærð vegna þess til lögreglu.

Sjá einnig: Segir Vítalíu vera starfsmann Lyfju sem fletti upp lyfseðlum þjóðþekktra í Lyfjagátt og hefur verið kærð til lögreglu

Þetta fullyrðir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður í hlaðvarpsþætti Gísla Freys Valdórssonar, Þjóðmál. „Ég hef persónulegar heimildir fyrir því að þetta mál tengist öðru stóru hápólitísku risa skandalsmáli á Íslandi og að þarna eigi í hlut starfsmaður Lyfju sem heitir Vítalía Lazareva og hún hafi verið þarna að valsa um þessi gögn og leita að upplýsingum um menn sem hún taldi sig eiga eitthvað sökótt við,“ sagði Stefán Einar.

Stefán Einar sagði viðbrögð Lyfju í málinu hafa verið með ólíkindum: „Þau eru með þessa stúlku sem er í kröppum dansi og hefur ábyggilega átt bágt í þessu máli. Ég hef fulla samúð með öllum þeim sem lentu í þessari hakkavél þó ég viti ekkert hver sannleikurinn í því máli er. Þegar hún verður uppvís að þessu innan fyrirtækisins þá sé henni ekki umsvifalaust sagt upp störfum er með hreinum ólíkindum. Þetta varðar umsvifalausri og tafarlausri uppsögn. Manneskja sem bregst trúnaði og misnotar jafn viðkvæm gögn og þarna er um að tefla á ekkert erindi innan þessa fyrirtækis.“

Lyfja tjáir sig ekki

Fyrirspurn DV til Lyfju í morgun var eftirfarandi:

„Í morgun birtum við frétt sem byggir á fullyrðingum fyrrverandi fréttastjóra Morgunblaðsins í vinsælu hlaðvarpi, Þjóðmálum. 

Burt séð frá persónum og leikendum þá fullyrðir hann þarna að stjórnendur Lyfju hafi fengið upplýsingar um uppflettingarnar í Lyfjagagnagrunni en aðeins gripið til þeirra aðgerða að færa viðkomandi til í starfi.

Ég vildi gjarnan óska eftir viðbrögðum ykkar við þessum fullyrðingum, er þetta virkilega rétt?“

Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Lyfju, svaraði fyrirspurninni fyrir hönd fyrirtækisins og svarið er stutt:

„Lyfja getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna“

Stefán Einar segir fyrirtækinu ekki treystandi

Stefán Einar tjáir sig um málið í Facebook-færslu í dag. Hann segir að hann hafi talið sér skylt að varpa ljósi á málið vegna þeirra upplýsinga og gagna sem hann býr yfir. Hann segir hér um risastórt persónuverndarmál að ræða sem Lyfja hafi látið undir höfuð leggjast að taka á. Viðbragðaleysið sýni að Lyfju sé ekki treystandi fyrir trúnaðarupplýsingum um almenning:

„Þar valsaði starfsmaður fyrirtækisins um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar fólks og kom áfram í hendur þriðja aðila. Frá málinu hefur verið sagt í fjölmiðlum í hálfkveðnum vísum en í samtali okkar félaganna er upplýst hvernig í pottinn er búið. Gögnin sneru að einstaklingum sem starfsmaðurinn átti í harðvítugum deilum við.

Ég taldi mér skylt, á grunni þeirra upplýsinga sem ég hef undir höndum, að varpa skýru ljósi á þetta mál, ekki vegna þess að það hafi þurft að bæta einhverju við í deilumáli fyrrnefndra einstaklinga, heldur vegna þess að þetta varpar ljósi á að almenningur í landinu hefur lítil sem engin færi á að verja sig fyrir þeim möguleika að starfsmenn apóteka taki viðkvæm heilsufarsgögn (lyfseðla, ávísaða áður og nú) og nýti gegn þeim með einhverjum hætti. Það er risastórt persónuverndarmál sem ætti að taka á af fullum þunga en risinn Lyfja lét undir höfuð leggjast að gera. Þar sýndu stjórnendur fyrirtækisins að þeim er ekki treystandi fyrir þeim trúnaðarupplýsingum sem þeim eru afhentar um almenning, í þeim tilgangi að þeir geti gert sér féþúfu úr!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít