Hún fór fram í Liverpool og var hin glæsilegasta eins og öll þjóðin veit eflaust eftir sjónvarpsgláp í síðustu viku.
CNBC segir að kostnaður BBC við að halda keppnina sé sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna.
Þátttökulöndin greiddu samtals sem svarar til um 500 milljónum íslenskra króna fyrir að vera með. Það er einmitt þessi kostnaður sem gerði að verkum að Búlgaría, Svartfjallaland og Norður-Makedónía voru ekki með. Löndin höfðu einfaldlega ekki efni á þátttöku að þessu sinni.