fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Réðst með ofbeldi á rannsóknarlögreglumann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. maí 2023 14:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. júní næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem sakaður er um þrjú ofbeldisbrot gegn lögreglumönnum.

Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara átti fyrsta brotið sér stað aðfaranótt laugardagsins 15. febrúar árið 2020, inni í íbúð. Hinn ákærði sló þar rannsóknarlögreglumann, sem var við skyldustörf í íbúðinni, nokkrum sinnum í andlitið, meðal annars með krepptum hnefa. Hlaut rannsóknarlögreglumaðurinn 5 sm marblett yfir hægra kinnbeini, 2 sm mar við vinstra munnvik og eymsli og tognun í vinstri axlargrind og herðavöðvum.

Næsta brot átti sér stað 10. september 2022, í lögreglubíl á leið á lögreglustöðina að Hverfisgötu. Er maðurinn sakaður um að hafa tvívegis hótað lögreglumanni lífláti.

Þriðja brotið var 13. janúar á þessu ári, í fangaklefa í lögreglustöðinni að Hverfisgötu. Hótaði maðurinn þar varðstjóra, sem var við skyldustörf, lífláti.

Brotin eru talin varða við 106. grein almennra hegningarlaga. Þar segir í fyrstu málsgrein:

Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] 2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] 

Þó að þungar refsingar geti legið við brotum af þessu tagi eru refsingar í slíkum málum þó yfirleitt mun lægri en hámarksrefsingar sem lög leyfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta