fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Eigandi fyrirtækis sýknaður af ákæru um nauðgun árið 2015 – „Það segir enginn nei við mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 18:20

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fyrirtækis var þann 11. apríl síðastliðinn sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um nauðgun vegna atviks sem átti sér stað í stefnumótunarferð fyrirtækisins árið 2015. Konan sakaði manninn um að hafa ruðst inn á hótelberbergi sitt undir morgun, reynt með afli að hafa við sig samfarir og brotið gegn sér. DV fjallaði um málið er það var á ákærustigi.

Sjá einnig: Barðist gegn nauðgara sínum og tókst að flýja

Nafnhreinsuð ákæra var eftirfarandi: „…með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins […] […], á […], farið í heimildarleysi inn á […] þar sem […..], kennitala […..], lá sofandi, og með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við […..], en ákærði afklæddi sig og fór upp í rúm til […], lagðist ofan á hana og hélt henni fastri, kyssti hana á munninn og um allan líkamann, þuklaði líkama hennar, meðal annars kynfæri og brjóst, setti fingur endurtekið inn í leggöng hennar og reyndi að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, en […..] sagði ákærða að hún vildi þetta ekki og barðist á móti honum meðal annars með því að reyna að ýta honum af sér og klemma saman lærin, en […] náði svo að komast undan ákærða og flýja út úr herberginu.“

Konan segir að á meðan maðurinn reyndi að koma fram vilja sínum við hana hafi hann látið frá sér athugasemdir á borð við „veistu ekki hver ég er?“ og „það segir sko enginn nei við mig“.

Héraðssaksóknari krafðist þess að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan krafðist fimm milljóna króna í miskabætur.

Metoo ýfði upp sár

Í texta dómsins kemur fram að maðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni og fólkið hélt áfram að vinna saman eftir þetta. Hins vegar varð Metoo-byltingin á árunum 2017-2018 til þess að maðurinn, að hans sögn, taldi ástæðu til að kalla konuna til sín og ítreka afsökunarbeiðni sína. En sú afsökunarbeiðni varð til þess að rifja allt málið upp fyrir konunni og valda henni mikilli geðshræringu og langvarandi vanlíðan.

Fór svo að hún sagði upp störfum hjá fyrirtækinu. Haldinn var sáttafundur þar sem komunni voru boðin þriggja mánaða laun að frádregnum launum sem hún fengi á nýjum vinnustað. Konan hafnaði þessu boði og kærði manninn til lögreglu árið 2019. Dómur féll loksins í málinu fjórum árum síðar.

Vann gegn henni að hafa ekki sakað hann um nauðgun í upphafi

Í upphafi frásagna um málið við vitni bar konunni og manninum nokkuð saman um að athæfi hans hefði verið kynferðisleg áreitni. Það var ekki fyrr en í kæru til lögreglu, fjórum árum eftir atvikið, sem konan sakaði manninn um nauðgun. Fyrir dómi sagði hún að hún hefði ekki gert sér grein fyrir því að það  flokkaðist undir nauðgun að segja fingur í leggöng. Maðurinn neitaði því athæfi fyrir dómi og sagði að sér hefði verið mjög brugðið er konan breytti ásökun sinni á hans hendur úr áreitni í nauðgun .

Það var mat héraðsdóms að, meðal annars vegna þessa ósamsæmis, væri ekki sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Einnig var ekki til að dreifa beinum sönnunargögnum, t.d. lífsýnum eða myndum af áverkum (konan kvaðst hafa verið mikið marin eftir árás mannsins). Var því niðurstaðan sú að sýkna manninn og vísa bókakröfum konunnar frá dómi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“