fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Davíð ræðir um unga afbrotamenn sem gefa fokkmerki í héraðsdómi – „Hvert erum við komin?“ – Svona vill hann taka á málunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. maí 2023 09:00

Davíð Bjarnason. Skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það á enginn lögreglumaður að útskrifast nema að hafa kynnst hegðunarröskuðum einstaklingi til þess að takast á við þennan skjólstæðing í framtíðinni. Vegna þess að þetta er hans helsti skjólstæðingur í framtíðinni, það er þessi hegðunarraskaði sem er á göngum skólanna, er að beita einelti og ofbeldi, fer svo í neyslu, og hvar endar hann? Jú, hann verður fullorðinn einstaklingur á einhverjum tímapunkti en ekki fullorðinn í hausnum því hann er í því að uppfæra glæpaforritið og það þarf einhver að koma og mæta þessum einstaklingi,“ segir Davíð Bergmann, sem hefur mikla reynslu af vinnu með ungmennum sem hafa farið út af brautinni í lífinu.

Davíð er í viðtali við Frosta Logason í þættinum Spjallið og kynnir þar mjög áhugaverðar leiðir til að takast á við unga afbrotamenn og betra þá. Davíð segir:

„Ef þú ætlar að útskrifast sem lögreglumaður þá er ekki nóg að geta hlaupið 12 kílómetra og synt, þú þarft líka að vera hæfur í samskiptum. Og lögreglunemar ættu að lágmarki að fara í þriggja mánaða tilsjónarvinnu með svona krökkum.“ Segist Davíð stórefast um að nokkur slík tilsjónarvinna sé til í íslensku lögreglunámi.

Davíð segir að tækifærin til að mæta ungum einstaklingum með hegðunarraskanir og bæta líf þeirra séu ótæmandi. Hann mælir með vettvangsvinnu og hópastarfi og tekur dæmi af mjög vel heppnuðu prógrammi fyrir unga afbrotamenn í Bretlandi, Youth Offending Team (YOT):

„Þetta er eitt flottasta úrræðið þegar kemur að dómstólum ungmenna. Hvernig á að dæma ungmenni? Ég ætla að taka eitt lítið dæmi. Drengur var staðinn að því að kveikja í gámi á skólalóðinni. Hvað var gert? Hann fór ekki á málaskrá eða beið í einhvern langan tíma, heldur var tekið á málunum. Hann þurfti að sinna ákveðinni vinnu með húsverðinum í skólanum. Hann þurfti að sækja sér ákveðna fræðslu hjá slökkviliðinu um skaðsemi bruna. Þessi dómur er þannig samansettur – við höfum auðvitað ekki hefð fyrir því hérna á Íslandi að vera með sjálfboðaliða – en þarna var dómari sem var kominn á eftirlaun, sem dæmdi í málinu, og í samvinnu við félagsráðgjafa, lögregluna og einn úr hverfaráðinu. Auðvitað er allt þetta fólk bundið trúnaði,“ segir Davíð og bendir á að hér á Íslandi hafi aldrei tíðkast að dæma til meðferðar, en þetta gefi góða raun í Bretlandi. „En hins vegar, ef þú uppfyllir ekki skilyrði dómsins, t.d. hann átti að skila af sér ritgerð, þar sem hann átti að gera grein fyrir iðrun sinni í samvinnu við fjölskylduna og tilsjónarmanninn sem honum var skipaður, þar sem hann á að koma fyrir þennan dómstól, með bindi, af því að hann á að bera virðingu fyrir dómstólnum. Ekki þannig að hann eigi að snúa sér við í kameruna og gefa fokkmerki eins og maður hefur séð þegar verið er að leiða menn í héraðsdóm. Heldur á hann að bera virðingu fyrir dómnum. Ef hann uppfyllir svo ekki skilyrðin sem eru sett í Youth Offending Team þá fer hann bara fyrir hárkolludómara sem dæmir hann eins og fullorðinn einstakling.“

Davíð segir að þetta séu raunverulega forvarnir og ungir afbrotamenn sem fara í gegnum þetta prógramm þurfa ekki að óttast að afbrotin elti þá. Þau eru einfaldlega þurrkuð út ef þeir standa við sitt og skila af sér þeirri vinnu sem meðferðin krefst.

Frosti Logason benti á að það sem Davíð lýsti væri einfaldlega agi og spurði hvort unga fólkið þyrfti aga. Viðurkenndi Davíð þá að hann væri hlynntur herskyldu á Íslandi en sagðist vita að margir væru ósammála sér. „Auðvitað þarf einhvern aga,“ segir Davíð en bentir á að hægt sé að ná honum án herskyldu.

Davíð gerði að umtalsefni þegar Gabríel Douane Boama, þekktur ungur afbrotamaður á Íslandi, gaf fokkmerki í myndavélar blaðaljósmyndara og sjónvarpstökuvélar í héraðsdómi fyrir skömmu þegar mál gegn honum var  þar til meðferðar:

„Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en þegar eitthvert ungmenni sem er með sjálfan sig í klessu, með sjálfsmyndina niðri í kjallara, sem þarf að hífa hana upp með því að stinga mann og annan og snýr sér við í myndavélina og gefur samfélaginu fokkmerki eftir að hafa stungið einhvern. Hvert er um við komin? spyr ég. Hvert erum við komin þegar við erum komin á þann stað að þetta þykir bara hið eðlilegasta myndmál í fréttatíma?“

Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en viðtalið í heild má sjá á brotkast.is:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi