fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stál í stál í Astana – Heimsmeistaratitillinn verður útkljáður í bráðabana á morgun

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 29. apríl 2023 15:44

Einvígi Ian Nepomniachtchi og Ding Liren hefur verið stórskemmtilegt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtándu og síðustu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu milli Ian Nepomniachtchi og Ding Liren lauk með jafntefli nú fyrir stundu. Það þýðir að einvíginu, sem fer fram í Astana í Kasakstan, lauk með jafntefli en báðir keppendur hlutu sjö vinninga. Það þarf þó að útkljá hver hampar heimsmeistaratitlinum og það verður gert í bráðabana með styttri tímamörkum sem hefst kl.9 á morgun, sunnudaginn 30. apríl.

Einvígið hefur verið gríðarlega skemmtilegt og dramatískt. Báðir keppendur hafa sýnt snilldartilþrif en einnig afar slæm mistök í sumum skákanna. Nepomniachtchi hefur haft yfirhöndina í einvíginu og þrisvar sinnum náð forystunni en Ding Liren hefur náð að bíta í skjaldarrendur og jafna metin þrívegis.

Ding Liren var með hvítt í lokaskákinni og tefldi glæfralega. Hann var kominn í talsverð vandræði en fór þá að finna góðar varnaleiðir og tókst svo með herkjum að halda jafnteflinu í lengstu skák dagsins sem varði í tæpar sjö klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“