fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Eliza deilir yndislegri sögu: Lærði ensku út af Backstreet Boys og fékk að upplifa drauminn í Höllinni

Fókus
Laugardaginn 29. apríl 2023 09:25

Eliza Reid, Danny Ramadan og meðlimir Backstreet Boys baksviðs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var ein af þeim fjölmörgu sem skellti sér á tónleika Backstreet Boys sem fóru fram í Laugardalshöll í gær, föstudaginn 28. apríl.

Eliza greindi frá afar fallegri sögu á Facebook-síðu sinni eftir tónleikana en það er saga sýrlenska-kanadíska rithöfundarins Danny Ramadan. Danny er fæddur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, en hann heillaðist ungur af tónlist Backstreet Boys og fór að læra ensku til þess að geta skilið texta hljómsveitarinnar.

Í kjölfar stríðsátakanna í Sýrlandi flúði Danny til Kanada og sló síðar í gegn sem rithöfundur ytra. Rithöfundur sem skrifar á tungumáli Backstreet Boys.

Þannig vildi til að Danny var staddur á Íslandi að kenna á ritlistarnámskeiði Iceland Writers Retreat á sama tíma og átrúnaðargoð hans voru að koma hér fram. Eliza og Sena tóku því höndum saman og sáu til þess að Danny gat upplifað draum sinn, skellt sér á tónleikana og hitt stjörnurnar baksviðs.

Hér má lesa færslu Elizu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“