fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Segir að þetta verði afgerandi í rannsókninni á málum Korsørmannsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 04:07

Korsørmaðurinn og Emilie Meng.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðferðir gerandans eru mjög líkar.“ Þetta sagði Kurt Kragh, fyrrum yfirmaður morðdeildar dönsku ríkislögreglunnar, um kærurnar á hendur 32 ára manni sem var handtekinn um miðjan mánuðinn fyrir að hafa numið 13 ára stúlku, Filippa, á brott og nauðgað henni ítrekað.

Lögreglan boðaði til fréttamannafundar í gær þar sem hún tilkynnti að auk þess að rannsaka fyrrgreint mál þá hafi hún kært manninn fyrir að hafa numið Emilie Meng á brott í júní 2016 og að hafa nauðgað henni og myrt.

Maðurinn hefur fengið viðurnefnið „Korsørmaðurinn“ hjá sumum dönskum fjölmiðlum og má rekja það til þess að Emilie Meng hvarf í Korsør.

Mál Emilie Meng hefur hvílt þungt á dönsku þjóðinni í tæp sjö ár og var mörgum létt þegar lögreglan tilkynnti að fyrrgreindur maður hafi stöðu grunaðs í málinu.

B.T. ræddi við Kurt Kragh í gær um málið og sagði hann að það verði næstum ótrúlegt ef í ljós komi að hinn handtekni hafi ekki verið að verki í máli Emilie Meng. Hann benti sérstaklega á staðsetningu afbrotanna og aðferðirnar sem var beitt í báðum málum. Margt í tengslum við dvalarstaði mannsins í tengslum við hvarf Emilie og bíllinn, sem lögreglan lýsti eftir í því máli, bendi til að þetta geti verið gerandinn.

Auk fyrrgreindra mála er maðurinn kærður fyrir að hafa ráðist á unglingsstúlku í Sorø í nóvember á síðasta ári. Hann otaði hnífi að henni og lagði hana á jörðina og reyndi að nauðga henni. Hún veitti svo mikla mótspyrnu að maðurinn gafst upp á endanum og hvarf á brott.

Hinn handtekni neitar sök í máli Emilie Meng og málinu frá í nóvember en hefur viðurkennt hluta af sakarefnunum í máli Filippa.

Kragh sagði að það sem sé nú afgerandi fyrir rannsókn lögreglunnar sé að tengja manninum við morðið á Emilie. „Ef þú finnur fingraför hennar, dna eða muni í hennar eigu á einhverjum þeirra staða sem hann hélt til á eða í bílum hans, þá steinliggur hann. Þetta er afgerandi,“ sagði hann.

Í kjölfarið fylgi síðan klassísk lögregluvinna, yfirheyrslur yfir ættingjum, vinum og vinnufélögum mannsins og kortlagning ferða hans, hvenær hann var í fríi. Einnig verði símanotkun hans skoðuð og staðsetning síma hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn