fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Pútín hefur lokað munninum á tveimur til viðbótar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 06:55

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa margir á Vesturlöndum furðar sig á hvar rússneska stjórnarandstaðan sé. Svarið er einfalt og niðurdrepandi. Hún er í fangelsi.

Það er dýrt að gagnrýna Pútín og hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu og því fá andstæðingar Pútíns að kenna á.

Pútín er þekktur fyrir að taka andstæðinga sína engum vettlingatökum og einn helsti andstæðingur hans, Alexei Navalny, hefur ítrekað orðið fyrir ýmsum aðgerðum af hálfu Pútíns og undirsáta hans. Það hefur verið eitrað fyrir honum, hann handtekinn, dæmdur í fangelsi og að undanförnu hafa fréttir borist af því að heilsu hans hafi hrakað mjög en hann situr í fangelsi. Stuðningsmenn hans telja að eitrað sé fyrir honum í fangelsinu.

Ekki má gleyma öllum þeim andstæðingum Pútíns sem hafa látist við dularfullar kringumstæður. Dottið út um glugga, verið skotnir eða eitrað fyrir þeim.

Í síðustu viku lokuðu Pútín og hans menn munninum á tveimur stjórnarandstæðingum til viðbótar . Valdimir Kara-Murza, 41 árs rússnesk/breskur blaðamaður, var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir landráð. Hann var sakfelldur fyrir að hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu. Ákæran hljóðaði upp á landráð og dreifingu rangra upplýsinga um rússneska herinn.

Ilya Yahsin, 39 ára, tapaði áfrýjun sinni í síðustu viku en hann er gamall bandamaður Navalny. Hann var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi á síðasta ári fyrir að „dreifa fölskum upplýsingum“.

Þetta eru þekktustu stjórnarandstæðingarnir sem hafa orðið fyrir barðinu á Pútín og undirsátum hans að undanförnu. En miklu fleiri andstæðingar forsetans hafa hlotið svipuð örlög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa