fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Eyþór segir hingað og ekki lengra: 700 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot – Skilorðsbundið fangelsi fyrir annað brot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Víðisson, löggæslu- og öryggisfræðingur, segir nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða vegna aukins hnífaburðar ungmenna hér á landi. Eyþór gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og er tilefnið væntanlega hrottaleg árás á ungan mann í Hafnarfirði á dögunum sem endaði með dauða hans.

„Það þarf ekki að ræða frek­ar að hnífa­b­urður er orðinn vanda­mál hér landi. Að bera hníf ógn­ar ör­yggi barna okk­ar, ung­menna, lög­reglu og al­menn­ings. Hvað ef 27 vopnaðir ein­stak­ling­ar ákveða að ráðast inn í mennta­skóla í næstu viku,“ spyr Eyþór í grein sinni.

Skyndilausn til að byrja með

Hann gerir sér grein fyrir að heild­ar­lausn vand­ans sé fjölþætt, flók­in og tek­ur lang­an tíma.

„Ára­langt sam­tal við jaðar­setta hópa, fræðsla til framtíðar um sam­fé­lags­leg gildi, auk­in mennt­un al­mennt, minna brott­fall drengja úr skóla­kerf­inu og eft­ir­fylgd við þá sem virðast skilja við hefðbundna sam­fé­lags­gerð og margt fleira. Þetta skipt­ir allt máli en verður ekki fjallað um slíkt í þess­um pistli,“ segir Eyþór sem leggur til skyndilausn svo hnífar verði teknir af götunni. Leggur hann til eftirfarandi:

„Sam­fé­lags­sátt­máli um að hnífa­b­urður sé al­ger­lega óviðun­andi; rík­is­stjórn, sam­band sveit­ar­fé­laga, skól­ar, sam­tök af öllu tagi og fleiri taka sig sam­an um að stöðva þessa þróun. Auk­in fræðsla í skól­um fyr­ir alla ár­ganga. Al­vara hnífa­b­urðar verður gerður börn­um og ung­menn­um ljós í landsátaki sem Land­lækn­ir stýr­ir enda um lýðheilsu­mál að ræða. Þegar barn eða ung­menni kem­ur með hníf eða eggvopn í skóla eða á skóla­lóð er lög­regla alltaf kölluð til ásamt Barna­vernd. Eng­ar und­an­tekn­ing­ar.“

Ákvæðið verði tekið út

Þá leggur hann til að við end­ur­skoðun vopna­laga núna í vet­ur verði fleiri teg­und­ir egg- og stungu­vopna skil­greind­ar sem vopn; neta­hníf­ar, hníf­ar til net­færa­gerðar, verk­færa­ax­ir, stungu­verk­færi ým­is­kon­ar, eggáhöld o.s.frv. verða sett und­ir vopna­lög.

„Ákvæði í vopna­lög­um: „Bannað er að … hafa í vörsl­um sín­um … bit­vopn ef blaðið er lengra en 12 sm.“ – Þetta ákvæði verður tekið út. All­ur burður utan vinnu er strang­lega bannaður.“

Eyþór segist meðvitaður um að skaða megi annan með nánast hverju sem er og nefnir hann til dæmis skæri, brotna flösku, nál og fleira.

„Það er ekki verið að tala um að banna skæri því vopn eru hönnuð til þess eins að skaða aðra og því er gott að byrja á að reyna að losna við þau úr sam­fé­lagi okk­ar. Borðum fíl­inn í bit­um, en ekki í heilu lagi.“

Ströng viðurlög

Hann vill að við sömu end­ur­skoðun vopna­laga verði stungu­vopna- og hnífa­b­urður meira eða minna bannaður með öllu. Und­anþágur byggist aðeins á sýni­legri þörf, þegar þarf slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmanna og neta­gerðarmanna.

„Þeir sem verða upp­vís­ir að hnífa­b­urði þurfa að sýna fram á þörf fyr­ir slík verk­færi. Veiðihníf­ar falla und­ir „bannað ef ekki er hægt að sýna fram á þörf“. Öll sala hnífa annarra en verk­færa og eld­húsáhalda verður bönnuð,“ segir hann.

Þá leggur hann til að all­ur hnífa­b­urður „í marg­menni“ á milli kl. 18.00 og 7.00 verði bannaður með öllu og viður­lög gerð „fá­rán­lega“ ströng eins og hann orðar það. 700 þúsund króna sekt, til dæmis, verði fyrir fyrsta brot og skilorðsbundið fangelsi fyrir annað brot. „Nóg þykir að viðkom­andi var með eggvopnið á sér en ógnaði ekki með því.“

Alls ekki tæmandi listi

Þá leggur hann til að ef ein­hver sveifl­ar slíku vopni til að ógna öðrum skuli sá hinn sami dæmd­ur í skil­orðsbundið fang­elsi og til að sæta sam­fé­lagsþjón­ustu í kjöl­farið.

Að bera stungu- eða eggvopn þegar eitthvað annað brot er framið þyngir dóminn sjálfkrafa.

Eyþór segir að þetta sé ekki tæm­andi listi, langt í frá.

„Hnífa­b­urði verður tæp­leg­ast eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En við get­um ekki horft upp á þessa þróun án þess að reyna okk­ar besta,“ segir hann og endar grein sína á þessum orðum.

„Öll þið sem aðhyll­ist „hvaðefisma“ (hvað með upp­eldið? Hvað með þarf­ir ung­menna? Hvað með vopna­væðingu Vest­ur­landa í sögu­legu sam­hengi o.s.frv.) eruð beðin að anda ofan í lykla­borðið. Höf­und­ur veit að þetta leys­ir ekki önn­ur sam­fé­lags­leg vanda­mál sem við þurf­um alltaf að vera að vinna í. Þetta er römmuð hug­mynd til skamms tíma litið en staðreynd­in er sú að við þurf­um að bregðast við skjótt og við þurf­um að gera það sem ein heild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng