fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Úkraínumenn hugðust ráðast á rússneska hermenn í Sýrlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2023 09:00

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa staðið í ströngu síðan í febrúar á síðasta ári við að verjast rússneska innrásarhernum. En það kom ekki í veg fyrir að síðasta haust íhuguðu þeir af alvöru að ráðast á rússneska hermenn í Sýrlandi en þar hafa Rússar verið með hermenn síðan 2015 til að styðja Bashar al-Assad forseta.

Þetta kemur fram í bandarískum leyniskjölum sem var nýlega lekið á netið. Fram kemur að GUR, leyniþjónusta úkraínska hersins, hafi gert áætlanir um hvernig væri hægt að gera leynilegar árásir á rússneska hermenn í Sýrlandi. The Washington Post skýrir frá þessu.

Markmiðið með þessu var að valda Rússum svo miklu tjóni í Sýrlandi að þeir myndu neyðast til að flytja hermenn frá Úkraínu til Sýrlands.

The Washington Post segir að í desember hafi Volodymyr Zelenskyy, forseti, fyrirskipað leyniþjónustunni að hætta við þessa áætlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng