fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

356 einstaklingar 11-44 ára létust vegna sjálfskaðandi hegðunar á níu árum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum á rangri leið. Lyfjaeitranir og sjálfsvíg ungs fólks eru samfélagsmein sem við höfum í allt of mörg ár leitt hjá okkur,

segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálpar.

356 einstaklingar létust vegna sjálfskaðandi hegðunar

Á árunum 2013 til 2021 þá dóu 45 karlar og 12 konur á aldrinum 18 til 29 ára úr of stórum skammti. Það dóu 68 karlar og 36 konur á aldrinum 30 til 44 ára úr stórum skammti. Tvær stúlkur á aldrinum 11 til 17 ára dóu úr of stórum skammti á þessu tímabili. Samtals dóu því 163 einstaklingar á aldrinum 11 til 44 ára á árunum 2013 til 2021 úr of stórum skammti.

Sjálfsvígin voru samtals 193 í aldurshópnum 11 til 44 ára á þessu sama árabili. Níu drengir og þrjár stúlkur tóku líf sitt í aldurshópnum 11 til 17 ára. Það dóu 62 karlmenn og 16 konur á aldrinum 18 til 29 ára í sjálfsvígi og það dóu 86 karlar og 17 konur í sjálfsvígi á aldrinum 30 til 44 ára. Þetta eru samtals 193 einstaklingar.

Við erum því að tala um að 356 einstaklingar á aldrinum 11 til 44 ára dóu vegna sjálfskaðandi hegðunar. Það er löngu kominn tími á að samfélagið vakni og setji raunverulegt púður í alvöru aðgerðir sem styðja við fólk á öllum skeiðum lífs þess. Árið 2022 var líklega ekki mikið betra og árið í ár ekki heldur ef gögn vegna fyrri helmings 2022 eru skoðuð auk minningagreina blaðanna. Betri gögn eru bara ekki fyrir hendi, segir Grímur.

DV greindi í gær frá frásögn Guðrúnar Katrínar Sandholt. Sonur hennar, Magnús Andri Sæmundsson, var aðeins 19 ára gamall þegar hann lést í febrúar síðastliðnum eftir baráttu við fíknisjúkdóm.

Magnús lést 19 ára gamall vegna fíknisjúkdóms – „Hann þráði ekkert heitar en að verða edrú“

Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, segir sögu Guðrúnar engan veginn einsdæmi.

„Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni – þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda.“

Breytinga er þörf

Grímur segir aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við fíkn og fíknisjúkdóma úr sér gengnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 

Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódel læknisfræðinnar. 98 prósent fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagns fer í forvarnir. Breytum þessu! Þjóðarsátt um raunverulega farsæld barna! 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“